Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 211
Ritdómar
209
og svo framvegis. Árin liðu án þess að af
útgáfimni yrði, eins og raunar var um
mörg önnur áformuð rit í röðinni. Og
árin urðu semsagt 34.
Már Jónsson, sem þýðir bókina ásamt
Birni Þorsteinssyni, og ritar inngang,
hófst handa við verkið fyrir 13 eða 14 ár-
um og gekk þýðing hans í gegnum ýmis
nálaraugu og hreinsunarelda áður en hún
kæmist á prent, en Ólafiir Páll rekur
einnig lauslega sögu hennar í eftirmála
sfnum. Ymsir voru kallaðir til að lesa yfir
og breyta, en þessi langa og stranga
meðganga hefur nú skilað sér í útgáfii
sem er ekki bara fullkomin vegna þess að
ritið passi í röðina, heldur einnig vegna
þess að vandað og fagmannlegt hand-
bragð útgáfimnar sómir sér einstaklega
vcl í henni. Inngangurinn, þýðingin sjálf
og allur frágangur og umgjörð bókarinn-
ar er eins og best verður á kosið, þó að ef
til vill geti verið skiptar skoðanir um ein-
stakar þýðingarlausnir eins og gengur.
En ritið er ekki aðeins hið fullkomna
lærdómsrit. Vegna hinnar löngu og
flóknu meðgöngu, endalausra yfirlestra
lærðra manna, útgáfuáforma sem svo
hefur verið frestað og svo framvegis og
svo framvegis er ritið líka hið dæmigerða
lærdómsrit. Þó að Lærdómsritin séu tví-
mælalaust ein best heppnaða ritröð sem
gefm er út hér á landi og telji nú á sjötta
tug verka, þá verður að segjast eins og er
að útgáfan hefur aldrei verið markviss.
Það hefur verið dálítið eftir hendinni
hvað hefur verið gefið út og þó að í flest-
um tilfellum hafi verið um merk rit að
ræða þá hafa þau verið misáhugaverð.
Samfélagssáttmálinn er auðvitað verk
sem hlýtur að vera ofarlega á útgáfulista
í ritröð sem þessari hvernig sem á málin
er litið, en það eru margar aðrar bækur
líka sem þó er ekki vitað til að eigi að
gefa út. Það er til dæmis hálfgert
hneyksli að ekkert skuh hafa komið út á
íslensku eftir þýska heimspekinginn
G.W.E Hegel, og að fyrstu verk Kants
og Rousseaus sem birtast á íslensku skuli
koma út 2003 og 2004 er broslegt, svo
maður tald nú ekki dýpra í árinni, eins
mikið og sumir tala um mikilvægi
þýðinga fýrir viðgang fræða hér á landi.
En hvað um það. Vonandi halda Lær-
dómsritin áfram að gefa út klassísk verk
á sviði heimspeki, guðfræði og fleiri
greina eins og verið hefur. Alltaf er hægt
að hugga sig við það, að jafnvel þótt eng-
in sérstök stefna verði tekin upp um
hvaða verk skuh gefin út, eða á hvaða
hraða, þá komi þessi verk nú öh út á
endanum á meðan ekki er hætt við röð-
ina - um það sé Samfélagssáttmálinn ein-
mitt prýðhegt dæmi.
Formáli Más Jónssonar er skýr og skil-
merkilegur. Már hefur sett sig ágætlega
inn í skrif um Rousseau og blandar í for-
málanum saman æviágripi Rousseaus,
einu og öðru um útgáfusögu verksins og
stuttri umfjöllun um helstu þætti þess.
Inngangurinn miðast greinilega við hinn
almenna lesanda og þjónar því hlutverki
ágædega að setja textann í það samhengi
sem hann krefst.
I textanum sjálfum hafa þýðendur
stungið inn slcjhingum á stöku stað, en
að mínu áhti hefði mátt gera meira af
því. Ef gera á ráð fyrir því að útgáfan sé
ekki aðeins aðgengileg almenningsút-
gáfa heldur einnig útgáfa sem nýtist í
fræðilegu starfi og háskólakennslu, þá
þarf helst að bæta við ákveðnum bók-
fræðilegum upplýsingum og upplýsing-
um um nöfn sem koma fýrir í textanum,
ekki síst þegar um er að ræða einstak-
linga sem höfundur verksins gerir aug-
ljóslega ráð fýrir að allir lesendur hans
þekki og hafa kannski verið alþekktir á
18. öld þó að þeir séu það ekki á þeirri
21. Það er ahur gangur á því hvernig
staðið er að skýringum og athugasemd-
um við texta í Lærdómsritunum og virð-
ast þýðendur sjálfir ráða mestu um það.
Það er hinsvegar spurning hvort ekki
ætti að samræma kröfurnar betur og sjá
til þess að skýringar Lærdómsritanna
miðist við fræðilegar þarfir, jafnvel þó að
ritin séu ekki síður gefin út með þarfir
hins almenna lesanda í huga.
Það er óumdeilt að Samfélagssáttmál-
inn er mikilvægt rit í sögu vestrænnar