Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 126
124
Páll Skúlason
frumspekilegu viðleitni sem tekið hefur á sig ólíkar myndir í aldanna rás.
Þetta einkenni nefnir hann rökmiðjuhyggju (fr. logocentrismé) eða hljómmiðju-
hyggju (fr. phonocentrisme) og stundum reðurrökmiðjuhyggju (fr. phallogo-
centrismé). Hann á við þá tilhneigingu eða þá drambsemi að halda því fram
að heimspekileg orðræða sé þess umkomin, á einn eða annan hátt, að koma
Logos allra hluta fyrir innan hugtakanets síns. Með öðrum orðum, að raun-
veruleikinn muni sýna sig og grundvallarformgerð sína fyrir hinni heim-
spekilegu hugsun. Hugmyndin um raunveruleikann sem nærveru sem gefiir
sig fram við okkur í hugtakabundinni mynd og við getum síðan hugleitt með
sjálfum okkur eða í heimspekilegri samræðu er kjarninn í þessum platonska
hugsunarhætti. Og þennan hugsunarhátt má ekki aðeins fmna í allri klass-
ískri frumspeki, heldur einnig, í margvíslegum myndum og dulargervum, í
heimspekikenningum samtímans. Eitt merki um þetta er trúin á eðlislægan
greinarmun, til dæmis á hinu skynsamlega og hinu óskynsamlega, á apriori og
a posteriori, á röksannindum og reynslusannindum, á huglœgu og hlutlægu, á
hugmynd og inntaki hennar, o.s.frv.
Við upphaf ferils síns sem sagnfræðingur frumspekihefðarinnar var Derr-
ida undir miklum áhrifum frá Martin Heidegger og verufræði hans, og var
það raunar allt til loka. Mig langar að tæpa á tveimur þáttum í verufræði
Heideggers sem skipta sköpum fyrir sýn Derrida á frumspekina og þróun
frumspekihugsunar hans sjálfs. Sá fyrri er aðgreining Heideggers á Verunni
og verum, hinn svonefndi verufræðilegi greinarmunur. Hinn síðari er það
verkefni Heideggers að rífa niður hugtakaformgerðir frumspekinnar í því
augnamiði að nálgast Veruna.
Aður en ég skýri hvernig Derrida notast við þessar hugmyndir Heidegg-
ers er mikilvægt að nefna að Heidegger sjálfum mistókst að setja fram þá
verufræðilegu kenningu sem hann taldi í fyrstu að myndi ryðja hinum úreltu
frumspekilegu formgerðum fyrri tíma úr vegi. Heidegger varð manna fyrst-
ur til að játa þennan ósigur og gera sér grein fyrir því að verkefnið var dæmt
til að sigla í strand. A einum stað gerir hann greinarmun á heimspeki sinni
og tilvistarheimspeki Karls Jaspers og segir muninn felast í því að annars
vegar sé heimspeki sem kemst í þrot og hins vegar heimspeki sem lítur svo
á að það að komast í þrot sé grunnatriði mannlegrar tilveru.
Auðvitað leit Heidegger ekki svo á að hann væri sjálfur ábyrgur fyrir því
að hann komst í þrot, heldur taldi hann að sjálft verkefnið að koma saman
frumspekilegri eða verufræðilegri kenningu væri, eðli málsins samkvæmt,
dæmt til að mistakast. Slík kenning næði aldrei markmiði sínu; eða, öllu
heldur, viðfangið, Veran sjálf, gengur eih'flega úr greipum hvers kyns heim-
spekilegra tilrauna til að ná utan um það. Heidegger setur endimörk hins
frumspekilega verkefnis einnig fram á annan hátt og tekur svo til orða að öld
okkar, það skeið sögunnar sem við erum uppi á, sé hin endanlega raungerv-
ing hins frumspekilega verkefnis að ná utan um veruleikann sjálfan. Þessi
raungerving frumspekinnar er tæknin í öllum sínum myndum, einkum
stýrifræðin (cybernetics): vísindin sem fást við stjórn á öllu.