Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 146
144
Maurizáo Ferraris
goðsögu eða að veikri útgáfu af sjálfiim sér. Er þetta ekki í reynd — og með
þessum hætti nálgumst við hið ótakmarkaða - hið hefðbundna skilyrði alls
þess sem er, þ.e. hefðbundið skilyrði alls þess sem er gefið í líki nærveru?
Oll fyrirbæri eiga sér dulda hlið sem sést ekki frá sjónarhóli mínum og ég
gæti raunar ekki séð frá neinum sjónarhóli, noumenon-ið. Sérhvert fyrirbæri,
að svo miklu leyti sem það er raunverulegt, er ekki að finna á sjónhimnunni
í botni augna minna. Það er í alvörunni þarna úti, í heiminum, og sem sh'kt
á það sér fortíð og framtíð. Um leið er málum til dæmis þannig háttað að sú
staðreynd að maður getur lagt mat á hlutdeild fyrirbærisins í skynjuninni og
borið hana saman við hlutdeild ofskynjana, stafar af því að fyrirbærið er ekki
fyllilega nærverandi. Þess utan ber samt sem áður að líta á þennan eiginleika,
að vera að hluta til ósmættanlegt, sem ytri eiginleika fremur en innri. Ólíkt
til dæmis ofsjónum varðar fyrirbærið ekki mig einan; það er einnig fyrir aðra.
Fyrirbærið er það sem ræsir gangverk vitnisburðarhagkerfisins, en sam-
kvæmt því er eitthvað fyrir mig aðeins að því leyti sem það er fært um að vera
fyrir hvern þann sem kæmi í minn stað. Þannig reynist ekki-nærveran, jafn-
vel frá þessum sjónarhóli, h'kari grundvallaruppsprettu en ágalla. Líkt og hjá
Leibniz felur hvaðeina sem einstakt er í sér óendanleika. Af þessum sökum
virðist sérhvert fyrirbæri sóma sér vel sem hugmynd (og þá, enn sem fyrr, í
skilningi Kants fremur en Humes). Tvíeðh hugsjónarinnar sem við höfum
beint athyglinni að, tvíeðli í þeim skilningi að hugmyndin er í senn nærvera
í sinni æðstu og snauðustu mynd — og þannig teygir hún sig út í hið óend-
anlega — hnignar að lokum (og þar rekumst við á þá heimspeki sögunnar sem
færð er fram í Kreppu evrópskra vísinda, Die Krisis der europdischen Wiss-
enschaften) niður í líkan um eðlislæga þætti sem þenur sig einmitt út með því
að styðjast við ekki-nærveru: hugmyndin er „á l’infini“, „út í hið óendanlega,"
ávallt á leiðinni, aldrei fullgerð. Rétt eins og fyrirbærið.
Þetta er vandmeðfarið atriði sem segja má að liggi til grundvallar margs
konar misskilningi sem Derrida hefur mætt á sinni leið, misskilningi af þeim
toga sem brýst út í ásökunum um efahyggju, tómhyggju, póstmódernisma -
eða, í einu orði sagt, um þá óefnislegu hugsun sem klínt hefur verið á hann
með blendingsfrasanum „það er ekkert utan textans“, að ógleymdri kenning-
unni - og við vitum hvernig henni hefur verið beitt - „það eru engar stað-
reyndir til, aðeins túlkanir". Burtséð frá illkvittninni sprettur misskilningur-
inn af þeirri staðreynd að það er ekki rétt að maður sé að breyta heiminum í
uppspuna þó maður fallist á samsetjandi þætti nærverunnar eða óendan-
leikavæðingu fyrirbærisins, eða fallist þess utan á margræðni greinarmunar-
ins á birtingu \presentation\ og endurbirtingu \representation\. Þessu er þver-
öfugt farið. Greinarmunurinn á fyrirbæri og ofskynjun, rétt eins og
munurinn á fyrirbærafræði og fyrirbærahyggju \phenomenalism\, hvílir ein-
mitt á þeirri staðreynd að ofskynjun er manni meira nærverandi en fyrirbær-
ið og að sannleikurinn, sá eiginleiki fyrirbærisins sem ekki liggur í augum
uppi, er einmitt afleiðing af ekki-nærveru þess, það er af því einkenni þess
að vera ótakmarkað. Víkjum þá að komu Messíasar. I grófum dráttum er sú