Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 54

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 54
52 Jón A. Kalmansson II. Nytjahugsun I stað þess að biðja nemendur að hugsa sér dýrling í dæminu hér að framan hefði ég getað beðið þá að hugsa sér annars konar manneskju með skapgerð og siðferðilegt innsæi sem við berum traust til. Sókrates gæti allt eins þjón- að sama hlutverki og dýrlingur eða helgur maður. Sókrates áleit að betra væri að þola ranglæti en að fremja það - sem að sjálfsögðu þýðir ekki að honum hafi þótt fyrri kosturinn eftirsóknarverður. Hann taldi aðeins að af tveimur illum kostum væri sá fyrri skárri.3 Þegar Sókrates sagði að það væri „betra“ þá átti hann ekki við að það leiddi ævinlega til bestu afleiðinga fyrir sem flesta að þola fremur ranglæti en að drýgja það. Hann átti við, að ég held, að það væri betra að vera sú manngerð sem hefiir styrk til að taka á sig ranglæti annarra fremur en að beita aðra ranglæti; sá sem getur umborið og þolað þjáninguna æðrulaust er sterkari, heilbrigðari, réttlátari og - þrátt fyrir allt - hamingjusamari manneskja en sá sem verður að umbreyta þjáningu sinni yfir í ofbeldi gagnvart öðrum. Eg held líka að Sókrates hafi álitið að samfélag hinna fyrrnefndu væri betra en samfélag hinna síðarnefndu. Siðferðishugsun í anda Sókratesar á undir högg að sækja í nútímanum. Hið menningarlega „andrúmsloft" er henni ekki hagstætt. Sá hugsunarhátt- ur um siðferði sem mörgum er tamastur nú til dags er einhvers konar nytja- hugsun, hugsun sem leggur afleiðingar, eða vissa hugmynd um afleiðingar, til grundvaflar. Fyrir þessu eru án efa margar ástæður. Hér læt ég nægja að minna á skyldleika slíkrar nytjahugsunar við kjarna stjórnmálahugsunar nú- tímans; nútímastjórnmál eru eins konar nytjahugsun í verki. Þetta sést vel af mikilvægi málamiðlana í stjórnmálum. Þegar stjórnmálamaður gerir mála- miðlun í pólitískum tilgangi þá gerir hann gjarnan fleira en gott þykir. Hann þarf jafnvel að „óhreinka hendur sínar“, gera það sem hann er sannfærður um að er misráðið til þess að ná fram markmiðum sínum. En hann þarf ekki að vera ýkja snjall stjórnmálamaður til að sannfæra sjálfan sig og aðra um að sektarkennd af þessum sökum sé óþörf. Kæri hann sig um getur hann nær alltaf vísað til þess að ráðstafanir hans séu gerðar í verðugum tilgangi. Hann getur, ef hann kærir sig um, réttlætt gerðir sínar siðferðilega með því að benda á að þeim sé ætlað að tryggja verðmæti sem fólk viðurkennir að séu mikilvæg. Yfirstandandi „stríð“ gegn hryðjuverkum er aðeins eitt lifandi dæmi af mörgum um þankagang af þessu tagi. I pófltík er alvanalegt að slæm verk séu réttlætt í nafni mikilvægs málstaðar og sflk réttlæting á sér rætur í nytjahugsun. Sá sem aðhyllist slíkan þankagang staðhæfir að það geti bæði verið nauðsynlegt og siðferðilega rétt að vinna illt verk. Verkið sjálft skiptir ekki meginmáli heldur það sem af því hlýst. Hann getur viðurkennt að til- 3 Platon, Gorgías 469, Eyjólfur Kjalar Emilsson þýddi (Hið íslenzka bókmenntafélag: Reykjavík 1977). Pólos spyr Sókrates: „Kysir þú þá lieldur að þola ranglæti en að gerast sekur um það sjálfúr?" Sókrates svarar: „Ég get nú varla sagt að ég vilji annað hvort, en ef ég neyddist til að velja á milli, þá kysi ég heldur að þola ranglæti en að gera rangt sjálfur". Skömmu áður en Sókr- ates mælir þessi orð segir hann að „sá sem tekur mann ranglega af lífi“ sé vesalingur og aumk- unarverður, vesælli og aumkunarverðari en maður sem lætur lífið vegna óréttlátrar aftöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.