Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 105
Sjálfið og tíminn
103
sendu handan tungumálsins, né sem einbera félagslega hugarsmíð, heldur er
það skoðað sem óaðskiljanlegur hluti af vitundarlífi okkar, gætt milliliða-
lausri tilvist sem öðlast má reynslu af.25
Skilningur fyrirbærafræðinnar á sjálfinu er afar formlegur og lítill um sig,
og augljóslega getur sjálfið tekið á sig flóknari myndir. Hvað sem því líður
virðist mér hinn fyrirbærafræðilegi skilningur engu að síður skipta sköpum.
Hann hefur grundvallarvægi í þeim skilningi að ekkert sem skortir þennan
þátt getur með réttu kallast sjálf.
En hvað hefur allt þetta með tímanleika að gera? Svarsins er að leita hjá
Husserl. I verkum hans má finna ítarlega rannsókn á sambandinu milli
sjálfsku, sjálfgefni reynslunnar og tímanleika. Husserl lítur svo á að úr því að
flæði vitundarinnar á sér stað í tíma sé ekki hægt að skilja eitt né neitt, ekki
einu sinni atriði sem virðist jafn bersýnilega „samtímalegt“ og það að reynsl-
an er gefin á hverju augnabliki, án þess að taka tímanleikann (eða innri tíma-
vitund, með orðalagi Husserls) með í reikninginn.
Mönnum hefur iðulega sést yfir það að áhugi Husserls á tímanleikanum
stafaði af áhuga hans á því hvernig vitundin gefst sjálfri sér, hvernig hún tek-
ur á sig hinar ýmsu birtingarmyndir. Framarlega í hinum nýútkomnu Bern-
au-handritum um tímavitundina (Bernauer Manuskripte ilber das Zeitbewuft-
sein) ritar Husserl að vitundin sé til, að hún eigi sér tilvist í líki streymis, og
að hún birtist sjálfri sér sem streymi. En spurningin sem eftir situr er hvern-
ig vitundarstreymið er fært um að vita af sjálfu sér og hvernig mögulegt sé,
og hvernig megi skilja, að sjálf vera streymisins sé af meiði sjálfsvitundar.26
Fyrirbærafræðilegar athuganir benda til þess að til sé eitthvað sem kenna
megi við „vídd“ eða „dýpt“ hinnar „lifandi nærveru" vitundarinnar: reynsla
okkar af hlutum og atburðum sem spanna tiltekið tímabil, sem og reynsla
okkar af breytingum og röð atburða, væri ómöguleg ef við vissum aðeins af
því sem er gefið á hverjum tímapunkti, þ.e. ef streymi vitundar okkar væri
samansett úr röðum einangraðra nú-punkta sem væru eins og perlur í festi.
Það að eitt meðvitað ástand komi á eftir öðru nægir ekki til að vitund um
samfellu og framvindu verði möguleg. Samkvæmt fyrirbærafræðinni er
grunneining tímanleikans ekki „hnífsegg" nútíðarinnar heldur „framvindu-
heild“, þ.e. tímasvið sem nær yfir allar tíðirnar þrjár, nútíð, fortíð og framtíð.
Þrjú tæknileg hugtök lýsa þessum hætti vitundarinnar á sviði tímans. Þar má
fyrst nefna (i) „frumbirtingu“ \j>rimalpresentation\, sem beinist á þröngt af-
markaðan hátt að því skeiði viðfangsins sem varðar núið. Fmmbirtingin birt-
ist aldrei út af fyrir sig og er sértekning sem gefur okkur ekki kost á því, ein
og sér, að skynja viðfang sem á sér stað í tíma. Frumbirtingunni fylgja (ii)
„eftirheldni" [retention] sem lætur okkur í té vitund um nýliðið tímaskeið
viðfangsins, og (iii) „framleitni" [protention] sem á meira og minna óræðan
hátt beinist að því tímaskeiði viðfangsins sem er í þann mund að eiga sér
25 Þcssar hugmyndir um sjálfsmeðvitund og sjálf eru ræddar nánar í Zahavi 1999 og 2005.
26 Husserl 2001, s. 44,46.