Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 223
Ritdómar
221
um að sjá alla hluti í stærra samhengi: sjá
tengslin á milli allra hluta í stað þess að
reyna að slíta allt í sundur og skilgreina í
sitthvoru lagi. Gunnar sér fyrir sér að við
höfum nýlega hafið leitina að sameigin-
legum grundvelli allra hluta og að sú leit
muni halda áfram:
Það sem einkenndi mína tíð var til-
hneiging manna til að stilla öllum
hlutum upp sem andstæðum: nútíð
gegn fortíð, náttúrunni gegn borgara-
legu samfélagi, efni gegn anda, lífi
gegn dauða, náttúruvísindum gegn
bókmenntum, listum og félagsfræði.
Mér finnst líklegt að þriðja árþúsund-
ið byggi brú milli trúar, menningar og
vísinda og finni grundvöll sem sam-
einar þetta allt.
A þriðja árþúsundinu finnst mér lík-
legt að öll vísindi verði menningarlegri
og öll menning vísindalegri. Mér
finnst líklegt að gömul hugtök okkar
eins og andlegt og veraldlegt renni
saman. Mér finnst líklegt að það náist
víðtækt samkomulag um þann skiln-
ing að tilfinningar og vitsmunir séu af
sama grunni. (57)
Við þurfúm að læra að sjá alla hluti í
stærra samhengi og tengja hlutina betur
saman, sjá okkur sjálf sem hluta af stór-
um heimi. Eitt af aðalatriðunum er t.d.
að sjá hvernig siðfræði á samleið með
bæði hagfræði og líffræði.
Ef þriðja árþúsundið gæti sameinað
siðfræði og hagfræði með þeim ár-
angri að menn og þjóðir hugsuðu ekki
alfarið aðeins um eigin hag heldur létu
réttsýni og jöfnuð ráða þá ynni þriðja
árþúsundið afrek sem ekkert úr fortíð
okkar gæti jafnast á við. (79)
Við þurfum að þroska siðvit okkar og sjá
að maðurinn er meira en einstaklingur,
hann er alltaf hluti af miklu stærri heild
sem hann þarf að hugsa um alveg eins og
sjálfan sig.
Eg á von á því að þriðja árþúsundið
skilji það betur en við að hagsmunir
mannsins og hagsmunir jarðarinnar
eru sami hluturinn. Þegar maðurinn
vinnur gegn jörðinni er hann að vinna
gegn sjálfúm sér [...]. Það er von mín
að þriðja árþúsundinu takist það sem
okkur tókst alls ekki, að hreinsa jörð-
ina, hreinsa matvæli okkar og drykkj-
arvatn. Þetta kallar á nýja vísinda-
stefnu. (139)
Við þurfúm líka að gera okkur grein fyr-
ir takmörkum skynseminnar. Að mati
Gunnars getur skynsemin verið öflugt
tæki til þess að ná settu marki eftir að
henni hefúr verið sagt hvað á að gera en
hún er ófær um að setja okkur raunveru-
legt takmark. Hana skortir siðvit, hún
getur ekki sagt okkur hvað er rétt og
rangt og hvernig við öðlumst lífsfyllingu.
Það sama gildir um vísindin enda eru
þau börn skynseminnar. Vísindin gefa
okkur vald til að framkvæma hluti en
þau geta ekki sagt okkur hvernig við eig-
um að nota þetta vald.
Þessi fáu dæmi eru lýsandi fyrir það
sem vakir fyrir Gunnari í Þriðja árpús-
undinu. Meginþema bókarinnar er fram-
tíð manns og beims, og Gunnar virðist
líta framtíðina björtum augum. Hann
viðurkennir samt sem áður að í dag er
ekki sjálfsagt að vera bjartsýnn, og í 65.
kafla sem hann nefnir „Nöldrarar allra
tíma“ gefúr hann okkur dæmi um eðli-
lega bölsýni nútímamannsins:
Á hverjum einasta degi virðist þessum
heimi vera að hraka [...]. Morð og
grimmdarverk eru alls staðar framin
[...]. Misskipting auðsins er alltaf að
verða meiri og meiri [...]. [B]ændur
og líffræðingar eru búnir að eitra öll
matvæli [...]. Fólkinu fer sífellt fjölg-
andi svo til stórvandræða horfir. Allir
umhverfisfræðingar vita að svona get-
ur þetta ekki gengið, við erum að
fremja sjálfsmorð. Það styttist í enda-
lokin. (99)
En Gunnar gefúr þessu viðhorfi bara
einn kafla af 111 og hann leggur til að
við sem erum að halda áfram inn í fram-