Hugur - 01.01.2006, Page 150
Hugur | 17. ÁR, 2005 | s. 148-166
Jacques Derrida
„Tilurð og formgerð“ og
fyrirbærafræðin
Ég fmn mig knúinn til að hefja mál mitt með því að gera jyrirvara sem jafn-
framt er játning. Þegar tekist er á við tiltekna heimspekikenningu vopnaður
hugtakatvennd - í þessu tilviki „formgerð og tilurð“ — sem löng fræðahefð
hefur þá iðulega fært í fastar skorður eða ofhlaðið sögulegum skírskotunum,
og þar að auki vopnaður fræðilegu flokkunarkerfi sem elur á gamalkunnri
andstæðuhugsun, þá er hætt við að deilan sem ætlað er að stofna til innan vé-
banda umræddrar heimspekikenningar eða á grundvelli hennar einkennist af
efasemdum fremur en athugulli hlustun. Deilan gæti með öðrum orðum
svarið sig í ætt við yfirgangssama rannsókn sem læðir því að sem hún vill
finna og ræðst með offorsi á lifandi heild þeirrar hugsunar sem hún gerir að
viðfangi sínu. Það getur eflaust borið árangur að læða utanaðkomandi deilu
inn í heimspekikenningu. Sh'kt getur leitt í ljós eða losað úr læðingi merk-
ingu sem er að verki undir yfirborðinu. En fyrsta skrefið í slíkri atlögu felst
í árás og trúnaðarbresti. Hafa ber það í huga.
I því tilfelli sem hér um ræðir á þetta sérlega vel við. Husserl lét ávallt í ljós
andúð á „deilum", á úlfakreppum og ógöngum, það er að segja á hugsunar-
hætti þar sem heimspekingurinn leitast við að ljúka hugleiðingu með tiltek-
inni niðurstöðu, loka spurningunni, binda endi á biðina eða athugunina með
því að tefla fram og hampa tilteknum valkosti, tiltekinni ákvörðun eða lausn.
SHkt væri afleiðing yfirvegaðrar eða „díalektískrar“ afstöðu, að minnsta kosti
í þeim skilningi sem Husserl lagði ætíð í það orð. Þeir sem gerast sekir um
þessa afstöðu eru ekki einungis frumspekingar heldur jafnframt, og þá iðu-
lega óafvitandi, fylgismenn reynsluvísinda: hvorir tveggju drýgja óhjákvæmi-
lega synd skýringarhyggjunnar [explicativisme\ sem Husserl nefnir svo. Fyr-
irbærafræðingurinn er á hinn bóginn hinn „sanni pósitívisti" sem hverfur
aftur til hlutanna sjálfra og afmáir sjálfan sig andspænis hinni upprunalegu
og frumlægu merkingu. Með nákvæmum skilningi, trúrri lýsingu og sam-
felldri útlistun má hrekja afturgöngu handahófsins á brott. Fyrirfram mætti
því taka svo til orða að þegar Husserl hafnar kerfishugsun og lokunartilburð-