Hugur - 01.01.2006, Page 22
20
Eigingildi í náttúrunni - heimspeki á villigötum?
ið. Suðurskautslandið er ein allsherjar ísþekja og það er í eðli sínu óbyggilegt.
Fáeinir vísindamenn búa þar árið um kring en álfan sem slík er ekki byggi-
leg. Sjöunda heimsálfan er því ekki heimsálfa sem menn geta búið á. I hin-
um sex heimsálfiinum geta menn hins vegar búið vítt og breitt, og gera það.
Island er á jaðrinum. Island er ekki Suðurskautslandið, hér bjóðast vissulega
ríkuleg tækifæri til búskapar og b'fs. En ísland er ólíkt öðrum löndum sem ég
hef heimsótt — það liggur á Mið-Atlantshafshryggnum, er mjög eldvirkt,
liggur mjög norðarlega og lífríkið sem hér þrífst er býsna takmarkað. Hér eru
ekki eins mörg tré eða eins miklir skógar og í öðrum löndum, hér eru flétt-
ur og mosi. Hér hangir lífið á ystu nöf- og gefur sig hvergi. Það sama gild-
ir um menn, þeir geta búið hér og lifað góðu lífi og hafa gert það í þúsund
ár. En þeir hfa eiginlega á mörkum hins byggilega heims líkt og lífverurnar
sem ná að þrífast á nyrstu og syðstu svæðum jarðarinnar. Eg held að íslend-
ingum standi til boða einstök tækifæri en þurfi jafnframt að takast á við ein-
staka áskorun; að minnsta kosti hef ég fengið það á tilfinninguna undanfarna
viku.
Hvernig líturpú á tengslpín við aðra náttúruhverfa hugsuði? Finnstpér vera
góður samhljómur á milli kenninga pinna ogpeirra sem t.a.m. Arne Nœss og
J. Baird Callicott hafa haldið fram eða er um einhvern alvarlegan ágreining að
ræðaykkar á milli?
Hver sá sem leggur stund á heimspeki hlýtur að vera algjörlega ósammála
einhverri tiltekinni tegund heimspeki. Sá hinn sami er þá að hluta til sam-
mála öðrum tegundum heimspeki. En enginn heimspekingur er algerlega
sammála öðrum heimspekingi, við höfum allir mismunandi afstöðu, hver
okkar finnur sér eigin vist, og við horfum á heiminn frá ólíkum sjónarhorn-
um. Eg er góður vinur Callicotts og fagna verkum hans, líklega bætum við
hvor annan upp. Eg skrifa greinar sem ætlað er að leiðrétta Calbcott, til að
mynda tel ég að hann hafi hlaupið á sig þegar hann skilgreindi óbyggðir sem
félagslegan tilbúning. Stundum þarf að leiðrétta Callicott en samt sem áður
tel ég að hann bæti mig upp fremur en að hann sé keppinautur minn.
I áranna rás hef ég gert mikið af því að stríða Bryan G. Norton. Hann er
jarðbundnari en ég og hefur miklu meiri áhuga á umhverfisstjórnun. Hann
hefur rætt mikið um nauðsyn þess að umhverfissinnar sameini krafta sína og
annað af því tagi. I hans augum er þekkingarfræðileg afstaða mín sérkenni-
leg og raunar hörmuleg af þeim sökum að ég er hluthyggjumaður. Við erum
góðir vinir en ég held að hann þurfi að leiðrétta, að á hann þurfi að þrýsta og
ég held að ég hafi ýtt honum að einhverju leyti í rétta átt, á vit aukinnar virð-
ingar fyrir lífi. I nýlegri verkum sínum skrifar hann um virðingu fyrir því
sköpunarferli sem á sér stað í náttúrunni. Amen - mér finnst það frábært!
En ég tel þetta vera annað og meira en raunsæi. Hann hefur stundum talað
um ummyndandi gildi náttúrunnar: náttúran er verðmæt vegna þess að þeg-
ar við öðlumst t.d. þekkingu á ígulkeri - sem hann notar sem kápumynd á