Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 106
104
Dan Zahavi
stað. Vitundin skapar svið lifaðrar reynslu, og vitundin er þessi sköpun. Hlut-
bundin og fullákvörðuð formgerð þessa sviðs er eftirheldni-jrumbirting-jram-
leitni. Þótt hið tiltekna reynsluinntak þessarar formgerðar taki breytingum á
hverju andartaki, á samfelldan hátt, er þessi þríþætta formgerð ætíð fyrir
hendi (þ.e. samtímaleg) sem sameinuð heild.
Greining Husserls á formgerð innri tímavitundar þjónar tvöföldum til-
gangi. Henni er ekki aðeins ætlað að skýra hvernig við getum vitað af við-
föngum sem eiga sér stað í tíma, heldur einnig hvernig við getum vitað af
flöktandi streymi eigin reynslu. Innri tímavitund er einfaldlega heitið á þeirri
sjálfsmeðvitund okkar um eigin reynslu sem á sér stað áður en hvers kyns
íhugun kemur til, og greinargerð Husserls fyrir formgerð innri tímavitundar
(eftirheldni-frumbirting-framleitni) ber einmitt að skilja sem greiningu á
(smásærri) formgerð sjálfgefni þess sem fyrir ber í reynslunni áður en íhug-
un kemur til.27 Með öðrum orðum verður rannsókn hans á tímavitund að
skoðast sem greining á formlegum þáttum sjálfskunnar.
Hver eru tengslin á milli sjálfsins sem reynsluvíddar og sjálfsins sem frá-
sagnarbundinnar hugarsmíðar? Þessar tvær hugmyndir um sjálfið eru svo
ólíkar að þær geta hæglega bætt hvor aðra upp. Við nánari athugun hlýtur
raunar að koma í ljós að hugmyndin um sjálfið sem frásagnarlíkanið kynnti
til sögunnar er ekki aðeins miklu flóknari en reynslusjálfið heldur hefur hún
það jafnframt að rökfræðilegri og verufræðilegri forsendu. Aðeins sú vera
sem býr yfir sjónarhorni fyrstu persónu getur lagt merkingu í hið forna boð-
orð „þekktu sjálfan þig“, aðeins sú vera sem býr yfir sjónarhorni fyrstu per-
sónu getur litið á eigin markmið, hugsjónir og væntingar sem sínar eigin, og
haft frá einhverju að segja þar að lútandi. Hér getur dálítil hugtakagreining
komið í góðar þarfir og bægt frá óþarfa ruglingi. Þegar átt er við reynslusjálf-
ið má mætavel halda í hugtakið „sjálf' úr því að þar er einmitt við að eiga
frumstæða mynd sjálfgefni eða sjálfsvísunar. Á hinn bóginn kynni að vera
ákjósanlegra að nota hugtakið um frásagnarbundna hugarsmíð um persónuna
en ekki sjálfið. Þegar öllu er á botninn hvolft er það eðh persónuleika míns
eða persónuleg einkenni mín sem þetta líkan beinist að; persónuleika sem
þróast í tímans rás og mótast af þeim gildum sem ég aðhyllist auk siðferði-
legra og vitsmunalegra sannfæringa og ákvarðana minna. Þær skoðanir og
gildi sem ég aðhyllist eru í eðli sínu félagsleg, og það er engin tilviljun að
Husserl greinir á milli sjálfsverunnar í einberri formlegri mynd sinni annars
vegar og persónugerðrar sjálfsveru hins vegar, og heldur því fram að uppruna
persónuleikans verði að rekja til hins félagslega sviðs. Eg er annað og meira
en hrein og formleg sjálfsvera reynslunnar, ég er einnig persóna með hæfi-
leika, hneigðir, venjur, áhugamál, skapgerðareinkenni og skoðanir, og sá sem
einblínir á fyrri þáttinn verður sértekningu að bráð.28 Með öðrum orðum
tekur sjálfið ekki á sig fullmótaða mynd fyrr en það hefur verið persónugert,
27 Sjá Zahavi 1999, s. 2003.
28 Husserl 1962, s. 210.