Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 96
94
Vigdis Songe-Maller
Lögmætt barn fjölskyldunnar er barn föðurins og jómfrúarinnar Hestíu.
Karllegi draumurinn um kynlausa æxlun leitar því ekki aðeins útrásar í goð-
sögnum heldur h'ka í helgisiðum. Karlinn hefur yfirtekið bæði Hestíu og
Hermes að því leyti að hann er í senn holdgervingur kvenlegra og karllegra
þátta. Aftur á móti virðist konan meira eða minna virt að vettugi. Hún var
jöfnuð út - a.m.k. með tilliti til kyns hennar - og dæmd til algjörs athafna-
leysis; á táknrænu sviði var hlutverk hennar í æxlunarferlinu gert ósýnilegt.
En staðhæfmgin um að karlinn hafi lagt undir sig kvenlega þætti borgríkis-
ins í gegnum tengingu sína við Hestíu kallar á frekari vangaveltur. Þótt það
sé greinilega karlborgarinn, eða húsbóndinn, sem býr yfir þeim eiginleikum
Hestíu sem lúta að óhreyfanleika og stöðugleika, þá sjá aðrir eiginleikar
hennar, á borð við þá að vera innhverf og dul, til þess að hún er eftir sem áður
skilgreind sem kona.
Nú þurfum við að tengja þessa þræði við hugmyndina um konuna eins og
hún birtist í goðsögnunum um Pandóru og hinn jarðborna og þar að auki í
pýþagórískri og platonskri hefð: konan sem Annað eða Hin, sem lögmálið
sem tortímir karllegri einingu. Hlekkinn þarna á milli má finna með því að
líta sem snöggvast á hjónabandið sem stofnun í Aþenu. Þegar kona giftist
yfirgaf hún heimili föður síns og flutti inn á heimili eiginmanns síns. Þrátt
fýrir það var hún aldrei fyllilega tekin inn í nýju fjölskylduna. I vissum skiln-
ingi var hún ávallt útlendingur (xené), einskonar gestur (xené) sem kominn
var í heimsókn til langframa,24 og líkt og hver annar gestur átti hún rétt á
vernd. Samkvæmt einum grískum höfundi var eiginkonan lítið annað en
hælisleitandi við eldstæði (hestia) eiginmannsins.25 Þessi hæpna staða þýddi
að konan hélt tengslunum við sína upprunalegu fjölskyldu í gegnum allt
hjónabandið. Heimanmund hennar mátti ekki skerða meðan hjónabandið
stóð svo hægt væri að skila honum til föðurhúsanna ef til skilnaðar kæmi.
Karlinn og heimilis-Hestían hans sem erfðist frá föður til sonar voru órofa
tengd. Hvort um sig var fiilltrúi heimilis og fjölskyldu á sinn hátt. Eiginkon-
an var aftur á móti boðflenna, að vísu nauðsynleg boðflenna, en hún var engu
að síður útlendur þáttur í annars sjálfbærri einingu. Aðeins sem hrein mey,
sem ógift stúlka var hægt að segja að konan tilheyrði ákveðinni Hestíu, en
það var Hestía föður hennar sem hún yfirgaf við giftingu.
Frá sjónarhóli hjónabandsins stóð konan fyrir hreyfanleika, hún opnaði
dyr fjölskyldunnar fyrir umheiminum og tengdi óh'kar fjölskyldur saman, en
þessa eiginleika höfiim við skilgreint sem „karllega“ og einkennandi fyrir
Hermes. Til þess að gera grein fyrir þessu fráviki segir Vernant að stofnun
hjónabandsins feli í sér viðsnúning hinnar augljósu félagslegu stöðu kvenna:
konan var bundin heimilinu og einskorðuð við fjölskylduna en karlinn var
hins vegar hreyfanlegur og ferðaðist um á opinberum vettvangi, utan fjöl-
skyldunnar. Viðsnúningurinn virðist staðfesta myndina af konunni sem sett
24 Sjá Froma I. Zeitlin, „Cultic Models of the Female: Rites of Dionysos and Demeter“,Arethusa,
15 (1982).
25 Sjá verkið Oikonomikos (A4.1344a) sem ranglega var eignað Aristótelesi.