Hugur - 01.01.2006, Side 96

Hugur - 01.01.2006, Side 96
94 Vigdis Songe-Maller Lögmætt barn fjölskyldunnar er barn föðurins og jómfrúarinnar Hestíu. Karllegi draumurinn um kynlausa æxlun leitar því ekki aðeins útrásar í goð- sögnum heldur h'ka í helgisiðum. Karlinn hefur yfirtekið bæði Hestíu og Hermes að því leyti að hann er í senn holdgervingur kvenlegra og karllegra þátta. Aftur á móti virðist konan meira eða minna virt að vettugi. Hún var jöfnuð út - a.m.k. með tilliti til kyns hennar - og dæmd til algjörs athafna- leysis; á táknrænu sviði var hlutverk hennar í æxlunarferlinu gert ósýnilegt. En staðhæfmgin um að karlinn hafi lagt undir sig kvenlega þætti borgríkis- ins í gegnum tengingu sína við Hestíu kallar á frekari vangaveltur. Þótt það sé greinilega karlborgarinn, eða húsbóndinn, sem býr yfir þeim eiginleikum Hestíu sem lúta að óhreyfanleika og stöðugleika, þá sjá aðrir eiginleikar hennar, á borð við þá að vera innhverf og dul, til þess að hún er eftir sem áður skilgreind sem kona. Nú þurfum við að tengja þessa þræði við hugmyndina um konuna eins og hún birtist í goðsögnunum um Pandóru og hinn jarðborna og þar að auki í pýþagórískri og platonskri hefð: konan sem Annað eða Hin, sem lögmálið sem tortímir karllegri einingu. Hlekkinn þarna á milli má finna með því að líta sem snöggvast á hjónabandið sem stofnun í Aþenu. Þegar kona giftist yfirgaf hún heimili föður síns og flutti inn á heimili eiginmanns síns. Þrátt fýrir það var hún aldrei fyllilega tekin inn í nýju fjölskylduna. I vissum skiln- ingi var hún ávallt útlendingur (xené), einskonar gestur (xené) sem kominn var í heimsókn til langframa,24 og líkt og hver annar gestur átti hún rétt á vernd. Samkvæmt einum grískum höfundi var eiginkonan lítið annað en hælisleitandi við eldstæði (hestia) eiginmannsins.25 Þessi hæpna staða þýddi að konan hélt tengslunum við sína upprunalegu fjölskyldu í gegnum allt hjónabandið. Heimanmund hennar mátti ekki skerða meðan hjónabandið stóð svo hægt væri að skila honum til föðurhúsanna ef til skilnaðar kæmi. Karlinn og heimilis-Hestían hans sem erfðist frá föður til sonar voru órofa tengd. Hvort um sig var fiilltrúi heimilis og fjölskyldu á sinn hátt. Eiginkon- an var aftur á móti boðflenna, að vísu nauðsynleg boðflenna, en hún var engu að síður útlendur þáttur í annars sjálfbærri einingu. Aðeins sem hrein mey, sem ógift stúlka var hægt að segja að konan tilheyrði ákveðinni Hestíu, en það var Hestía föður hennar sem hún yfirgaf við giftingu. Frá sjónarhóli hjónabandsins stóð konan fyrir hreyfanleika, hún opnaði dyr fjölskyldunnar fyrir umheiminum og tengdi óh'kar fjölskyldur saman, en þessa eiginleika höfiim við skilgreint sem „karllega“ og einkennandi fyrir Hermes. Til þess að gera grein fyrir þessu fráviki segir Vernant að stofnun hjónabandsins feli í sér viðsnúning hinnar augljósu félagslegu stöðu kvenna: konan var bundin heimilinu og einskorðuð við fjölskylduna en karlinn var hins vegar hreyfanlegur og ferðaðist um á opinberum vettvangi, utan fjöl- skyldunnar. Viðsnúningurinn virðist staðfesta myndina af konunni sem sett 24 Sjá Froma I. Zeitlin, „Cultic Models of the Female: Rites of Dionysos and Demeter“,Arethusa, 15 (1982). 25 Sjá verkið Oikonomikos (A4.1344a) sem ranglega var eignað Aristótelesi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.