Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 68
66
Sara Heinámaa
Þessar nýju túlkunarleiðir hafa opnað nýtt sjónarhorn á heimspekihefð
sem femínistar fyrri áratuga sögðu ýmist skilið við eða virtu að vettugi.
Þannig koma fram nýir fræðilegir valkostir við þær and-kartesísku kenning-
ar sem ráða lögum og lofum um þessar mundir, bæði innan pragmatískrar
rökgreiningarhefðar og meginlandsheimspeki.
Flestir femínískir textaskýrendur sammælast hins vegar ennþá um að
frumspeki Descartes bjóði ekki upp á samþætta og heildstæða sýn á kynja-
mismuninn. Hinn viðtekni skilningur er sá að verufræðileg tvíhyggja að
hætti Descartes skipti vísindalegri orðræðu um manneskjur í tvö aðskilin
svið: annars vegar heimspekilega ígrundun ókynbundinna vitsmuna með
jafna getu og samskonar virkni, hins vegar lífeðlisfræðilega og hagnýta grein-
argerð fyrir körlum og konum. Ekki er talið að nokkurs konar samstæð
heimspeki kynjamismunar sé möguleg á kartesískum forsendum.
I þessari ritgerð held ég því fram að lesa megi Descartes á annan máta sem
gangi þvert gegn þessum skilningi. Þessi lestur er ekki nýr af nálinni heldur
er hann rúmlega hálfrar aldar gamall og var lagður fram í hinu sígilda verki
Simone de Beauvoir, Hinu kyninu {Le deuxiéme sexe, 1949). Utleggingin á
þessari mögulegu túlkun útheimtir hins vegar nokkurn undirbúning því að
texti Beauvoir felur hvergi í sér berorða útleggingu á Descartes, en í honum
birtist hins vegar virk kartesísk hugsun. Til að ræsa hugsunina - hugsun um
kynjamismun með Descartes - þurfum við fyrst að leita til samstarfsmanns
Beauvoir, Maurice Merleau-Ponty, og rifja upp endurlífgun hans á heim-
speki Descartes í Fyrirbæraf æði skynjunarinnar (Phénoménologie de la
perception, 1945). Hið kartesíska bakland femínískra hugleiðinga Beauvoir
um kynjamismun kemur því aðeins í ljós að verk hennar séu sett í samhengi
við hugtök og aðferðir fyrirbærafræðilegrar heimspeki.4
1. Staða hins lifandi líkama í kartesískri frumspeki
I Fyrirbærafræði skynjunarinnar setur Merleau-Ponty fram djarfa túlkun á
orðræðu Descartes um lifandi h'kama.5 Hann hafnar hinni eðlisfræðilegu
túlkun sem heldur því fram að þekkingarfræði Descartes smætti alla lifandi
líkama niður í eintóm gangvirki sem kunna að vera flókin en verða þó fylli-
lega skýrð með orsakalögmálum. Samkvæmt Merleau-Ponty leggur
Descartes ekki til eitt hugtak um líkamann heldur tvö sjálfstæð hugtök sem
4 ítarlegri rökfærslu fyrir heimspekilegu og fyrirbærafræðilegu erindi orðræðu Beauvoir við sam-
tímann má fmna hjá Heinamaa 2003b.
5 Merleau-Ponty styðst í túlkun sinni á Descartes við allmarga textaskýrendur, sér í lagi Male-
branche. Sjá um þetta fyrirlestra hans um einingu sálar og líkama frá árunum 1947-1948
(1997) og fyrirlestra hans um náttúruna frá 1956-1957 (1968). Annar áhrifavaldur er fyrir-
bærafræði Edmunds Husserl. Husserl beindi sjónum að vandanum um efnisleika og líkamleika
í fyrirbærafræðirannsóknum sínum strax í upphafi 20. aldar. Annað bindið af Ideen (1952) eftir
Husserl varð Merleau-Ponty sérstaklega mikilvæg uppspretta innblásturs, en hann las verkið í
handriti í Idusserlskjalasafninu í Louvain. Um þessi tengsl, sjá Heinámaa 2002,Toadvine 2002,
Heinámaa 2003b.