Hugur - 01.01.2006, Page 47

Hugur - 01.01.2006, Page 47
Þegar hin ir eru helvíti 45 Þrátt fyrir þessa stuttu athugasemd sína fer Sartre ekki ofan af því að grunn- gerð mannlegra samskipta felist í togstreitu þeirri sem áður hefur verið lýst. Fyrir þetta sjónarmið hefur Sartre verið gagnrýndur. Félagslegur veruleiki tekur á sigýmsar myndir Einn af gagnrýnendum Sartres, Maurice Merleau-Ponty, hélt því fram að ef annað fólk er helvíti í þeim skilningi að það stuðh að vanmætti okkar og ör- yggisleysi er það ekki síst vegna þess að annað fólk er okkur að sama skapi ómissandi til hjálpræðis þegar því er að skipta.21 Merleau-Ponty fellst ekki á það sjónarmið Sartres að grunngerð mann- legra samskipta sé fólgin í átökum og togstreitu þar sem hver reynir að hlut- gera annan. Vissulega eiga sér stað átök manna á meðal þar sem fólk hlut- gerir hvert annað, takmarkar frelsi og stuðlar að vanmætti og óöryggi. En þrátt fyrir það er að mati Merleau-Pontys ekki rétt að ljá þessari hlið sam- skipta stöðu grunngerðar í mannlegum samskiptum sem allt annað byggist á. Eitthvað sem telja má grunngerð samskipta hlýtur að eiga sér stað áður en togstreita og átök koma fram á sjónarsviðið. En hvað gæti það verið? Aður en ég get sagt sem svo að hinn sé helvíti, áður en við förum að togast á um völdin með augnaráðinu og takmarka frelsi hvors annars höfum við reynslu af samfélaginu við annað fólk allt frá barnæsku. Barnið gerir að mati Merl- eau-Pontys takmarkaðan greinarmun á sjálfum sér og öðrum en til þess að geta átt í átökum við annan þarf þessi greinarmunur að vera skýr.22 Ég skil hinn og breytni hans ávallt með skírskotun til sjálfs mín. Þegar ég sé einhvern gera eitthvað tiltekið skil ég breytni hans vegna þess að ég gæti allt eins gert það sama og sýnt sömu viðbrögð ef ég væri í sömu sporum og hann. Við búum saman í samfélagi manna og deilum sammannlegri reynslu og það er sá grunnþáttur sem við byggjum hegðun okkar og afstöðu á. I bók sinni Fyrirbærafræöi skynjunarinnar ræðir Merleau-Ponty augnaráð- ið og mikilvægi þess í samskiptum og þó að hann nefni Sartre þar hvergi á nafn fer ekki á milli mála að gagnrýnin beinist gegn kenningu Sartres.23 Merleau-Ponty álítur að fólk horfi almennt ekki hvert á annað á þann hátt 21 Maurice Merleau-Ponty, Sense and Nonense, þýð. Hubert L. Dreyfus og Patricia Allen Dreyf- us (Northwestern University Press 1964), s. 4l. 22 í Fyrirbœrajrœdi skynjunarinnar nefnir Maurice Merleau-Ponty dæmi máli sínu til stuðnings þar sem hann lætur sem hann ætli að bíta í fingur barns, viðbrögð barnsins eru á þá leið að það opnar sjálft munninn rétt eins og sá sem bítur - ólíkt því sem gerist á fullorðinsárum þegar sá sem á að bíta færir höndina frá í stað þess að opna munninn. Þctta dæmi á að sýna að mati Merleau-Pontys að við gerum mismunandi skarpan greinarmun á okkur sjálfum og öðrum eftir því hvort við erum ung börn eða fullorðin. En strax á unga aldri erum við orðin meðvituð um þátttöku okkar í samfélagi við annað fólk, löngu áður en við förum að eiga í átökum við annað fólk. Sjá Merleau-Ponty, Phénoménologie de lapercepiion (Gallimard [1945] 2005), s. 409; ensk útg. Phenomenology of perception, þýð. Colin Smith (Routledge 1962), s. 352. 23 Merleau-Ponty ræðir Sartre og lieimspeki hans víða í Fyrirhœrafrœdi skynjunarinnar og gerir ýmsar athyglisvcrðar athugasemdir við heimspeki hans, til dæmis varðandi frelsishugmynd Sartres.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.