Hugur - 01.01.2006, Síða 47
Þegar hin ir eru helvíti
45
Þrátt fyrir þessa stuttu athugasemd sína fer Sartre ekki ofan af því að grunn-
gerð mannlegra samskipta felist í togstreitu þeirri sem áður hefur verið lýst.
Fyrir þetta sjónarmið hefur Sartre verið gagnrýndur.
Félagslegur veruleiki tekur á sigýmsar myndir
Einn af gagnrýnendum Sartres, Maurice Merleau-Ponty, hélt því fram að ef
annað fólk er helvíti í þeim skilningi að það stuðh að vanmætti okkar og ör-
yggisleysi er það ekki síst vegna þess að annað fólk er okkur að sama skapi
ómissandi til hjálpræðis þegar því er að skipta.21
Merleau-Ponty fellst ekki á það sjónarmið Sartres að grunngerð mann-
legra samskipta sé fólgin í átökum og togstreitu þar sem hver reynir að hlut-
gera annan. Vissulega eiga sér stað átök manna á meðal þar sem fólk hlut-
gerir hvert annað, takmarkar frelsi og stuðlar að vanmætti og óöryggi. En
þrátt fyrir það er að mati Merleau-Pontys ekki rétt að ljá þessari hlið sam-
skipta stöðu grunngerðar í mannlegum samskiptum sem allt annað byggist
á. Eitthvað sem telja má grunngerð samskipta hlýtur að eiga sér stað áður en
togstreita og átök koma fram á sjónarsviðið. En hvað gæti það verið? Aður
en ég get sagt sem svo að hinn sé helvíti, áður en við förum að togast á um
völdin með augnaráðinu og takmarka frelsi hvors annars höfum við reynslu
af samfélaginu við annað fólk allt frá barnæsku. Barnið gerir að mati Merl-
eau-Pontys takmarkaðan greinarmun á sjálfum sér og öðrum en til þess að
geta átt í átökum við annan þarf þessi greinarmunur að vera skýr.22
Ég skil hinn og breytni hans ávallt með skírskotun til sjálfs mín. Þegar ég
sé einhvern gera eitthvað tiltekið skil ég breytni hans vegna þess að ég gæti
allt eins gert það sama og sýnt sömu viðbrögð ef ég væri í sömu sporum og
hann. Við búum saman í samfélagi manna og deilum sammannlegri reynslu
og það er sá grunnþáttur sem við byggjum hegðun okkar og afstöðu á.
I bók sinni Fyrirbærafræöi skynjunarinnar ræðir Merleau-Ponty augnaráð-
ið og mikilvægi þess í samskiptum og þó að hann nefni Sartre þar hvergi á
nafn fer ekki á milli mála að gagnrýnin beinist gegn kenningu Sartres.23
Merleau-Ponty álítur að fólk horfi almennt ekki hvert á annað á þann hátt
21 Maurice Merleau-Ponty, Sense and Nonense, þýð. Hubert L. Dreyfus og Patricia Allen Dreyf-
us (Northwestern University Press 1964), s. 4l.
22 í Fyrirbœrajrœdi skynjunarinnar nefnir Maurice Merleau-Ponty dæmi máli sínu til stuðnings
þar sem hann lætur sem hann ætli að bíta í fingur barns, viðbrögð barnsins eru á þá leið að það
opnar sjálft munninn rétt eins og sá sem bítur - ólíkt því sem gerist á fullorðinsárum þegar sá
sem á að bíta færir höndina frá í stað þess að opna munninn. Þctta dæmi á að sýna að mati
Merleau-Pontys að við gerum mismunandi skarpan greinarmun á okkur sjálfum og öðrum eftir
því hvort við erum ung börn eða fullorðin. En strax á unga aldri erum við orðin meðvituð um
þátttöku okkar í samfélagi við annað fólk, löngu áður en við förum að eiga í átökum við annað
fólk. Sjá Merleau-Ponty, Phénoménologie de lapercepiion (Gallimard [1945] 2005), s. 409; ensk
útg. Phenomenology of perception, þýð. Colin Smith (Routledge 1962), s. 352.
23 Merleau-Ponty ræðir Sartre og lieimspeki hans víða í Fyrirhœrafrœdi skynjunarinnar og gerir
ýmsar athyglisvcrðar athugasemdir við heimspeki hans, til dæmis varðandi frelsishugmynd
Sartres.