Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 104
102
Dan Zahavi
um ákveðna grunnhugmynd um sjálfsku við þá staðreynd að lifuð reynsla er
gefin í fyrstu persónu.
Hvað Merleau-Ponty áhrærir, þá talar hann á stöku stað um að sjálfsveran
raungeri sjálfsku sína í líkamsbundinni veru sinni í heiminum.22 Hann vitn-
ar þó í rannsóknir Husserls á innri tímavitund og bendir á að hið uppruna-
lega tímaflæði hljóti að vera upprunalegt grundvallarsamband eins sjálfs við
annað og að það leggi til útlínur ákveðinnar innhverfu eða sjálfsku.23 Einni
blaðsíðu síðar skrifar Merleau-Ponty síðan að vitundin verði ávallt fyrir
áhrifum af sjálfri sér, og að orðið „vitund“ eigi sér enga merkingu sem sé óháð
þessari grundvallar-sjálfgefni [self-givenness\ ?A
Hér er lykilhugmyndin sú að til að skilja merkingu þess að vera sjálf þarf að
rannsaka formgerð reynslunnar, og öfugt. Með öðrum orðum er því haldið
fram að rannsóknir á sjálfi og reynslu þurfi að haldast í hendur, sé ætlunin að
öðlast á skilning á þeim á annað borð. Með enn nákvæmara orðalagi, þá er lit-
ið svo á að sjálfið eigi sér raunverulega tilvist sem öðlast megi reynslu af, að
það sé í nánum tengslum við sjónarhorn fyrstu persónu, og að það megi í raun
leggja að jöfnu við þá staðreynd að reynslufyrirbæri eru gefin í fyrstu persónu.
Þessi „fyrstupersónu-gefni" allra reynslufyrirbæra er ekki einbert aukaatriði í
veru þeirra, hún er ekki hismi sem fyrirbæri reynslunnar geta verið án. Þvert
á móti felur fyrstupersónu-gefnin í sér að reynslan er sjálfsveruleg [suhjective\.
Þó svo að til séu ólíkar gerðir reynslu (að finna lykt af heyi, sjá sólsetur, snerta
ísmola o.s.frv.), og þó svo að hið gefna á sviði reynslunnar geti verið af ólík-
um toga (á sviði skynjunar, ímyndunar, upprifjunar o.s.frv.) þá er einnig um
sameiginlega þætti að ræða. Dæmi um slíkan sameiginlegan þátt er eiginleik-
inn „mínska“ [mineness] (eða Jemeinigkeit, eins og Heidegger kallar það), þ.e.
sú staðreynd að upplifanir eru ætíð gefnar í fyrstu persónu og tilheyra því
manni sjálfum, milliliðalaust. Það hvort ég upplifi tiltekna reynslu þannig að
hún tilheyri mér eða ekki veltur ekki á einhverju sem er utan hennar, heldur
á því hvernig hún er gefin. Gefist reynslan mér í fyrstu persónu, þá upplifi ég
hana sem mína reynslu, annars ekki. Með öðru og dálítið glannalegra orða-
lagi má segja að fyrstupersónu-gefni reynslunnar feli í sér innbyggða vísun til
sjálfsins, ákveðna frumlæga og reynslubundna sjálfsvísun.
I sinni frumstæðustu mynd snýst sjálfsvitundin einfaldlega um að hafa að-
gang að eigin vitund í fyrstu persónu; um fyrstupersónu-gefni eða -birting-
armynd reynslubundins lífs. Að vita af sjálfum sér er þannig ekki að festa
hendur á hreinu sjálfi sem á sér tilvist óháð flæði vitundarinnar, heldur felur
það einfaldlega í sér að vita af fyrirbærum reynslunnar sem gefnum í fyrstu
persónu. I stuttu máli stendur umrætt sjálf ekki handan við eða andspænis
flæði upplifana, heldur er það eiginleiki eða þáttur þess að þær gefast. Sjálf-
ið er hin óbreytilega vídd fyrstupersónu-gefninnar í margbreytileika síkvikra
upplifana. Þannig þarf hvorki að líta á sjálfið sem yfirskilvitlega frumfor-
22 Merleau-Ponty 1945, s. 467.
23 Merleau-Ponty 1945, s. 487.
24 Merleau-Ponty 1945, s. 488.