Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 76

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 76
74 Sara Heinámaa orsaka eða virkni. Verðandi konunnar, sem Beauvoir fjallar um, er ekki fé- lagsvæðingarferli þar sem sérstakt lag menningarlega ákvarðaðs kyngervis bætist ofan á líffræðilega ákvarðað kyn.16 Viðfangsefni hennar, sem hún lýsir af mikilli glöggskyggni, er ætlandi ferli \intentionalprocess\ þar sem skynug- ur lifandi h'kami stofnar til samskiptatengsla við aðra líkama og tekur þannig upp nýja merkingu og nýjar stefnur. Samkvæmt greiningu Beauvoir eru karlkyn og kvenkyn, þegar allt kemur til alls, tvö tilbrigði við grundvallarhætti okkar á því að vera í tengslum við heiminn. Hver og ein(n) skapar sér túlkun eða útfærslu á öðru þessara tveggja grunntilbrigða. Flestar útfærslur efla tvíhyggjuna og magna hana upp, en sumar verða þó til að afturkalla eða afnema hana. I öllu falli verður ekki gerð grein fyrir þróun kyngervis með hugmyndum um arfgengi og eig- inleika, heldur með eftirh'kingu og stælingu, endurtekningu og frábrigðum. Þegar kyngervi er skilið þessum skilningi - með háttahugtökum - verður það að svipa saman og vera ólík að afstæðum og síkvikum hugtökum. Kon- um svipar saman, ekki fyrir það hvaö þær eru, heldur hvernig þær tengjast óh'kum gerðum viðfanga, h'flausum og lifandi, sértækum og áþreifanlegum. Tengslin sem rannsaka á eru ekki aðeins þau sem konur standa í við karl- menn, börn og aðrar konur heldur taka þau til alls kyns sambanda, skynjun- ar og athafna, tilfinninga og vitsmuna, raunverulegra sambanda jafnt sem mögulegra, við óh'ka hluti (Beauvoir 1949a, 93/81-82,1949b, 349/512). Þetta felur ekki í sér að kyngervi sé spurning um val. Að gefa í skyn að við ákveðum að vera karlar eða konur er vitsmunavilla. Kyngervi eru ekki og verða ekki ákvörðuð að vild, heldur á reynslan af þeim og myndun þeirra sér stað þegar á sviði skynjunar og gjörða.17 Samkvæmt þessum skilningi er sannarlega að finna almennan þátt og ein- ingu meðal lcvenna. Litið er á sérhverja einstaka konu sem einstakt stílbrigði við hinn kvenlega veruhátt (Beauvoir 1949a, 9/33). Sem slík raungerir hún bæði hina kvenlegu nálgun á heiminn og útfærir hana. A sama hátt er sér- hver einstakur karlmaður tilbrigði við hinn karllega veruhátt og leggur þannig sitt af mörkum til myndunar þessarar almennu gerðar. Saman mynda þessi tilbrigði þá hinn almenna hátt mannlegrar tilveru. Þannig getum við með réttu rætt um „kvenleika“ og „hinn kvenlega raun- veruleika“ (Beauvoir 1949a, 32/29). En hið almenna við kvenleikann er ekki fastmótuð hugmynd sem nákvæm hugtök ná utan um. Kvenleika er hvorki að finna innan einstakra fulltrúa hins kvenlega né ofan við þá, heldur í tengslunum á milli þeirra. Við getum ekki numið kvenleikann í stakri athöfn eða hlut, því hið kvenlega er síkvik og opin formgerð sem einkennir heild at- hafna og hluta. Fyrri stig ákvarða ekki útfærslur þess í framtíðinni, en þau leggja þó til ýmsa valkosti og opna sjóndeildarhringinn fyrir mögulegum athöfnum. 16 Þetta er hin venjulega túlkun sem sett hefur verið skýrast fram af Judith Butler í Gender Trouble (1990, 6-12). ítarleg gagnrýni á þessa túlkun er hjá Heinámaa 1996,28-31,1997,292-303. 17 ítarlegri rök gegn viljahyggjulegri túlkun á femínisma Beauvoir má fmna hjá Heinámaa 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.