Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 76
74
Sara Heinámaa
orsaka eða virkni. Verðandi konunnar, sem Beauvoir fjallar um, er ekki fé-
lagsvæðingarferli þar sem sérstakt lag menningarlega ákvarðaðs kyngervis
bætist ofan á líffræðilega ákvarðað kyn.16 Viðfangsefni hennar, sem hún lýsir
af mikilli glöggskyggni, er ætlandi ferli \intentionalprocess\ þar sem skynug-
ur lifandi h'kami stofnar til samskiptatengsla við aðra líkama og tekur þannig
upp nýja merkingu og nýjar stefnur.
Samkvæmt greiningu Beauvoir eru karlkyn og kvenkyn, þegar allt kemur
til alls, tvö tilbrigði við grundvallarhætti okkar á því að vera í tengslum við
heiminn. Hver og ein(n) skapar sér túlkun eða útfærslu á öðru þessara
tveggja grunntilbrigða. Flestar útfærslur efla tvíhyggjuna og magna hana
upp, en sumar verða þó til að afturkalla eða afnema hana. I öllu falli verður
ekki gerð grein fyrir þróun kyngervis með hugmyndum um arfgengi og eig-
inleika, heldur með eftirh'kingu og stælingu, endurtekningu og frábrigðum.
Þegar kyngervi er skilið þessum skilningi - með háttahugtökum - verður
það að svipa saman og vera ólík að afstæðum og síkvikum hugtökum. Kon-
um svipar saman, ekki fyrir það hvaö þær eru, heldur hvernig þær tengjast
óh'kum gerðum viðfanga, h'flausum og lifandi, sértækum og áþreifanlegum.
Tengslin sem rannsaka á eru ekki aðeins þau sem konur standa í við karl-
menn, börn og aðrar konur heldur taka þau til alls kyns sambanda, skynjun-
ar og athafna, tilfinninga og vitsmuna, raunverulegra sambanda jafnt sem
mögulegra, við óh'ka hluti (Beauvoir 1949a, 93/81-82,1949b, 349/512).
Þetta felur ekki í sér að kyngervi sé spurning um val. Að gefa í skyn að við
ákveðum að vera karlar eða konur er vitsmunavilla. Kyngervi eru ekki og
verða ekki ákvörðuð að vild, heldur á reynslan af þeim og myndun þeirra sér
stað þegar á sviði skynjunar og gjörða.17
Samkvæmt þessum skilningi er sannarlega að finna almennan þátt og ein-
ingu meðal lcvenna. Litið er á sérhverja einstaka konu sem einstakt stílbrigði
við hinn kvenlega veruhátt (Beauvoir 1949a, 9/33). Sem slík raungerir hún
bæði hina kvenlegu nálgun á heiminn og útfærir hana. A sama hátt er sér-
hver einstakur karlmaður tilbrigði við hinn karllega veruhátt og leggur
þannig sitt af mörkum til myndunar þessarar almennu gerðar. Saman mynda
þessi tilbrigði þá hinn almenna hátt mannlegrar tilveru.
Þannig getum við með réttu rætt um „kvenleika“ og „hinn kvenlega raun-
veruleika“ (Beauvoir 1949a, 32/29). En hið almenna við kvenleikann er ekki
fastmótuð hugmynd sem nákvæm hugtök ná utan um. Kvenleika er hvorki
að finna innan einstakra fulltrúa hins kvenlega né ofan við þá, heldur í
tengslunum á milli þeirra. Við getum ekki numið kvenleikann í stakri athöfn
eða hlut, því hið kvenlega er síkvik og opin formgerð sem einkennir heild at-
hafna og hluta. Fyrri stig ákvarða ekki útfærslur þess í framtíðinni, en þau
leggja þó til ýmsa valkosti og opna sjóndeildarhringinn fyrir mögulegum
athöfnum.
16 Þetta er hin venjulega túlkun sem sett hefur verið skýrast fram af Judith Butler í Gender Trouble
(1990, 6-12). ítarleg gagnrýni á þessa túlkun er hjá Heinámaa 1996,28-31,1997,292-303.
17 ítarlegri rök gegn viljahyggjulegri túlkun á femínisma Beauvoir má fmna hjá Heinámaa 1997.