Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 178

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 178
176 Geir Sigurðsson og Ralph Weber hengi, og jafnframt verður hún á skjön við þá gagnkvæmnishugsun sem Lu Jiuyuan tjáir í staðhæfingu sinni um samband „mitt“ við sígildu ritin sex. Breski Kínafræðingurinn Angus C. Graham hefur bent á eftirfarandi: ,A- meðal þekktari alhæfmga um kínverska hugsun er sú að í henni stangist and- stæður vanalega ekki á, heldur bæti hvor aðra upp, eins og í kerfi af taginu yin-yang. Þessi hugmynd hefiir fengið byr undir báða vængi með þeirri til- gátu Derrida að ,rökmiðjuhefð‘ vestrænnar menningar hafi að geyma keðju andstæðna þar sem við leitumst við að útrýma B til að festa A í sessi, þ.e. táknmið/táknmynd, talmál/ritmál, reynd/sýnd, náttúra/menning, líf/dauði, gott/illt.“30 Hér virðist mega bæta við hugtakatvenndunum virkni/óvirkni og hlutlægni/huglægni sem dæmigerðum andstæðupörum vestrænnar orðræðu. Hugtakatvenndin hlutlægni/huglægni fellur raunar ekki ýkja vel að hinum dæmunum, því á vissum tímabilum vestrænnar heimspekisögu hefur til- hneigingin verið sú að halda á lofti hlutverunni á kostnað hugverunnar en á öðrum tímaskeiðum hefur hugverunni verið hampað. Átök þessi hafa þó allt frá upphafi borið merki um þá ráðandi tilhneigingu að hugsa innan ramma andstæðunnar „hugvera-hlutvera" og það er einkum fyrir tilstilli heimspek- inga á borð við Nietzsche, Heidegger og Derrida að vafasamur grundvöllur og sögulegt afstæði hennar hafa komið til tals. Hugsuðir innan alls kyns fræðigreina hafa gengið (og ganga enn) að ótvíræðu gildi þessarar hugtaka- tvenndar vísu og leggja hana til grundvallar þegar leitast er við að setja sam- an kenningar og lýsingar á veruleikanum. Nú á dögum á hugtakatvenndin sér tvímælalaust einnig stað sem andstæða í hugarfylgsnum kínverskra „barna upplýsingarinnar“. En heimspekisögulegt yfirlit yfir þá orðræðu sem tekið hefur á samspili manneskjunnar og vegarins í kínverskri hefð leiðir í ljós að þar hafa önnur viðmið ráðið ferðinni. Ef marka má Graham - og við teljum fulla ástæðu til þess - leiða þessi viðmið öðru fremur til þess að and- stæðurnar bæti hvor aðra upp en stangist ekki á. Hvernig ber að skilja það að andstæðurnar „bæti hvor aðra upp“? Hér mætti leita til Davids Hall og Rogers Ames sem hafna því algenga viðhorfi til hugtakanna yin og yang að þau séu ósamrýmanleg (útiloki hvort annað), feli hvort annað í sér (sem gagnstæður) og myndi þannig eina heild (spanni í sameiningu gjörvallt merkingarsvið þess sem þau taka til).31 Hið sama mætti segja um samband manneskjunnar og vegarins. Rétt eins og í tilfelli yin og yang er engin rökleg nauðsyn fyrir því að manneskjan og vegurinn bæti hvort annað upp. Samband þeirra markast fremur af því sem Hall og Ames hafa, eins og kínverski heimspekingurinn Tu Wei-ming, kallað „sam- sköpun“ (co-creativity eða co-creativeness). Við skulum nú taka fyrir nokkra áhugaverða þætti sem lúta að þessari sam-sköpun. Umfjöllun okkar er ætlað að rjúfa hefðbundinn ramma hins hlutlæga og hins huglæga og við munum 30 A.C. Graham, „Reflections and Replies", Chinese Texts and Philosophical Contexts. Essays Ded- icated toAngus C. Graham, ritstj. Henry Rosemont Jr. (La Salle: Open Court, 1991), s. 286-7. 31 David L. Hall og Roger T. Ames, Anticipating China. Thinking through the Narratives of Chin- ese and Westem Culture (Albany: State University of New York Press, 1995), s. 260-261.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.