Hugur - 01.01.2006, Page 224
222
Ritdómar
tíðina förum að hans ráði og gefum
bölsýninni ekki mikið rými í hugum
okkar. Með því að skoða söguna og
heiminn í stærra samhengi gerir hann
oldcur fært að sjá að við erum stödd á
tímamótum í mjög langri þróun sem er
langt frá því að nálgast endalokin. Mað-
urinn hefur sankað að sér gríðarlegri
þekkingu og við þurfum að nýta okkur
þessa sjálfsþekkingu og halda áfram að
raða heildarmyndinni saman.
Uppbygging Þriðja árþúsundsins segir
í raun margt um markmið hennar. Eins
og áður sagði eru tengingarnar á milli
kaflanna ekki alltaf augljósar, en samt
sem áður myndar bókin eina samstæða
heild. Þetta er einmitt það sem Gunnar
virðist vera að segja okkur; þó að heim-
urinn virðist oft sundurleitur og við sjá-
um ekki alltaf hvernig allt sem er innan
hans tengist órjúfanlegum böndum og
myndar eina stóra heild, þá er þessi
heildartenging samt staðreynd. Allir
þessir fjölmörgu og ólíku hlutar heims-
ins og mannlegrar hugsunar um heim-
inn eru sprottnir af sömu rótinni, og
nauðsynlegt er að gera sér grein fýrir því.
Þá verður okkur kleift að sjá fleiri hliðar
og fleiri lausnir á öllum þeim lífsgátum
sem þarf að leysa. Þriðja árpúsundið er
mjög lærdómsrík og skemmtileg lesning
og hún er líka uppörvandi. Gunnar horf-
ir björtum augum til framtíðarinnar og
sér lausnir á mörgum af okkar stærstu
vandamálum í sjónmáli. Það gefur mér,
sem sá aðeins glitta í lok síðustu aldar,
von um góða framtíð.
Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir
1 R.G. Collingwood: Tbe Idea of History. Ox-
ford, Oxford University Press 1986.
Vettlingatök - athugasemdir við ritdóm
í síðasta hefti Hugar (16/2004) birtist
ritdómur, undir yfirskriftinni „Nokkur
vettlingatök", eftir Pétur Gauta Val-
geirsson um þýðingu undirritaðs á bók-
inni Miklir heimspekingar eftir Bryan
Magee sem kom út árið 2002 hjá Hinu
íslenska bókmenntafélagi. - Þýðandi tel-
ur ástæðu til að gera nokkrar athuga-
semdir við ritdóminn.
Höfundur ritdómsins staðhæfir að
þýðingin ,,ber[i] oft óþarflega sterkan
keim af mæltu ensku máli [...]“ - gefur
meðal annars tvö dæmi sem hann telur
staðfesta það - og klykkir út með þessari
sjálfsögðu ábendingu: „Æskilcgt er að
bókin sé á mæltu íslensku máli, en ekki
hálfhrá þýðing úr ensku.“ En nokkmm
línum neðar segir hann: „Undarlega mik-
ill munur er á þessu í samræðunum.
Þannig eru tvær fyrstu samræðurnar
verstar en flestar hinna ágætlega þýddar."
- Er þetta ekki eitthvað mótsagnakennt?
Sjálfur tel ég reyndar fyrstu samræðuna,
um Sókrates og Platon, cinhveija bestu
og best þýddu samræðuna í bókinni!
Það er rangt að vitnað sé „orðrétt í
Platon (25), en þess ekki getið hvar þessi
orð [sé] að finna.“ Viðmælandi Magees
leggur Platoni þessi orð í munn. Einnig
er það rangt að svar á bls. 127 eigi að
vera ,Jú“ en ekki ,Já“.
Svo virðist sem höfúndur ritdómsins
hafi ekki lesið formála þýðanda að bók-
inni. Eftir að hafa harmað upplýsinga-
leysi um viðmælendur Magees segir
hann: „Ennfremur hefði stuttur kafli um
Magee sjálfan verið vel þeginn." - I for-
málanum er „stuttur kafli“ um Magee!
Þar eru einnig nefndir sjö íslenskir
heimspekingar sem lásu textann yfir,
eina eða fleiri samræður hver, og gerðu
víða bragarbót. Að ógleymdum íslensku-
fræðingi sem las lokagerð handrits. Þetta
ágæta lærdómsfólk ætti þá samkvæmt
höfundi ritdómsins að hafa lagt blessun
sína yfir ,,hálfhrá[a] þýðing[u] úr ensku.“
Þá skal það tekið fram að ég er alger-
lega ósammála Pétri Gauta um hlut
Magees í samræðunum. Þetta eru sam-
ræður en ekki viðtöl þar sem annar aðil-