Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 108
io6
Dan Zahavi
undin, er trufluð þegar um er að ræða málleysi tengt hreyfitregðu
\akinetic mutisms\, brotsvif [absence seizures] og flogavélgengi [epi-
leptic automatisms], viðvarandi ómeðvitað ástand, dá, (draumlausan)
djúpsvefn og djúpt tilfinningaleysi. Líkt og grunneðli kjarnavitund-
arinnar gefur til kynna, rofnar útvíkkuð vitund um leið og kjarnavit-
undin bregst. En eins og dæmi um sjúkbnga með alvarlegar raskan-
ir á sjálfsævisögulegu minni sanna, heldur kjarnavitundin velb þótt
útvíkkuð vitund verði fyrir truflunum.32
Taugameinafræði getur leitt í ljós að skaðar á útvíkkaðri vitund (á borð við
tímabundið, algjört minnisleysi) hrófla ekki við kjarnavitundinni, en skaðar
sem eiga upptök á sviði kjarnavitundar valda því hins vegar að útvíkkaða vit-
undin hrynur líka.33
Lokaorð mín eru þessi. A stundum hefur verk Ricœurs Tími ogfrásögn
(Temps et récit) verið túlkað á þann veg að í því febst róttæk gagnrýni á tíma-
rannsóknir Husserls. En jafnvel þótt Ricœur hafi ef til vill réttilega bent á
takmarkanir fyrirbærafræðilegra rannsókna á innri tímavitund - rannsóknir
Husserls fara á mis við ýmsa þætti tímanleikans og gera ekki sannfærandi
grein fyrir sögulegum og heimsfræðilegum tíma — er ekki þar með sagt að
umræddar rannsóknir séu einskis nýtar. Þvert á móti eiga þær enn sem fyrr
fubt erindi við þá sem leita skilnings á þeim þáttum bfaðrar reynslu sem snúa
að tímanum. Ennfremur hafa þær fram að færa lýsingu á tilteknum þáttum
sjálfsverunnar sem Ricœur yfirsést sökum áherslu sinnar á frásagnarbundna
sjálfsmynd.
Viðar Þorsteinsson pýddi
Heimildir
Damasio, A. (1999), The Feeling ofWhat Happens. San Diego: Harcourt.
Dennett, D. C. (1991), Consciousness Explained. Boston: Little, Brown and Company.
Dennett, D.C. (1992), „The Self as the Center of Narrative Gravity." í Frank S. Kessel,
Pamela M. Cole og Dale L. Johnson (ritstj.), Self and Consciousness: Multiple Perspec-
tives. Hillsdale, NJ: Erlbaum, 103-115.
Flanagan, O. (1992), Consciousness Reconsidered. Cambridge, MA: MIT Press.
Henry, M. (1963), L'essence de la manifestation. París: PUF.
Henry, M. (1965), Philosophie etphénoménologie du corps. París: PUF; Phi/osophy andPhen-
omenology of theBody. Þýð. G. Etzkorn. Haag: Martinus Nijhoff, 1975.
Henry, M. (1966), „Le concept d’áme a-t-il un sens?“ Revue philosophique de Louvain
64:5-33.
Henry, M. (2003), De la subjectivité. París: PUF.
32 Damasio 1999, s. 121-122.
33 Damasio 1999, s. 17.