Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 79
Eining líkama og sálar og kynjamismunur
77
sniðgengur tvíeðli líkömnunar okkar. Beauvoir heldur því fram að ef við
göngum út frá og einbeitum okkur að skynreynslu okkar við yfirvegaða
greiningu á mannverunni þá verðum við að fallast á að við okkur blasir ekki
einn allsherjarflokkur heldur tvær ólíkar gerðir. Og ekki er hægt að smætta
aðra hvora þeirra niður í hina heldur þarf að rannsaka þær hvora í sínu lagi.
011 sú heimspeki og öll þau vísindi sem sniðganga þetta tvíeðli og leggja svið
„mannkynsins almennt" til grundvallar við rannsókn sína hætta á að hverfa
aftur til karlmiðaðra hugtaka og líkana. Til að komast hjá þessari tilhneig-
ingu og taka þess í stað stefnuna á hið algilda þarf að snúa sér að nýju að hinu
einstaka og rannsaka það, enn og aftur, frá upphafi.
Bæði Beauvoir og Merleau-Ponty sjá Descartes í tvíræðu ljósi: bæði
gagnrýna Descartes fyrir fordóma af meiði vitsmunahyggju, en þau eru líka
sammála um að Descartes sjálfur láti í té þau tæki sem þarf til að draga hvers
kyns kartesisma í efa, þar á meðal kenninguna um tvær verundir.
Fyrir Beauvoir, kkt og Merleau-Ponty, er heimspeki Descartes barmafull
af innra ósamræmi og spennu. Sannarlega heldur höfundarverk Descartes á
lofti hugmynd náttúruvísindanna um líkamann, en um leið leggur það grunn
að óháðri reynslubundinni greinargerð og útkstun á líkamanum sem tjáning-
arbundinni heild. Hin gagnrýna samræða Merleau-Pontys við Descartes
sýnir að hugmyndin um einingu hugar og kkama getur virkað sem grund-
völlur að heimspekilegri íhugun um kynferði og kynjamismun. Hin frumlega
og afdrifaríka uppfinning Beauvoir fólst í því að halda með þennan grunn
hugtaka og aðferða á vit gagnrýninnar femínískrar rannsóknar á tengslunum
milli karla og lcvenna.
Haukur Már He/gason pýddi
Heimildir
Alanen, L.: „Descartes and Elisabeth: A philosophical dialogue." Óbirt handrit, 2002.
Alanen, L.: Descartes’s Concept of Mind. Cambridge, Mass.: Harvard University Press,
2003.
Beauvoir, S. de: Le deuxieme sexe I: Les faits et les mythes. Paris: Gallimard, 1949a/1993.
(Ensk útg. The Second Sex, H.M. Parshley þýddi og ritstýrði. Harmondsworth: Peng-
uin, 1987.)
Beauvoir, S. de: Le deuxiéme sexe II: L'expérience vécue. Paris: Gallimard, 1949b/1991.
(Ensk útg. The Second Sex, H.M. Parshley þýddi og ritstýrði. Harmondsworth: Peng-
uin, 1987.)
Benhabib, S.: „Epistemologies of postmodernism: A rejoinder to Jean-Franfois Lyotard."
I L.J. Nicholson (ritstj.): Feminism/Postmodernism. New York og London: Routledge,
1990.
Benhabib, S.: Situating the Self: Gender, Community, and Postmodernism in Contemporary
Ethics. London, New York: Routledge, 1992.
Buder, J.: Gender Trouble: Feminism and the Subversion of Identity. London, New York:
Routledge, 1990.
Descartes, R. AT: Œuvres de Descartes, ritstj. Charles Adam og Paul Tannery, endurskoð-