Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 217
Ritdómar
215
„Vísindabyltingin“ krufin til mergjar
Andri Steinþór Björnsson: Visindabylt-
ingin og rætur hennar ífornöld og miðöld-
um. Háskólaútgáfan 2004. 380 bls.
Saga heimsmyndarinnar fram á 17. öld
hefur heillað raunvísindasagnfræðinga
frá því í upphafi tuttugustu aldarinnar.
Hér á landi birtist þessi áhugi í bók Þor-
steins Vilhjálmssonar prófessors Heims-
mynd á hverfanda hveli, sem út kom í
tveimur bindum á árunum 1986 og
1987. Með þessu riti og kennslu við Há-
skóla Islands hefur Þorsteinn unnið
mjög þarft verk við að kynna Islendinga
fyrir raunvísindasagnfræðinni, og er
Andri Steinþór Björnsson ásamt rit-
dómara í hópi þeirra sem geta seint full-
þakkað Þorsteini fyrir að kveikja þennan
áhuga. Andri fetar í fótspor Þorsteins í
Vísindabyltingunni með umfjöllun sinni
um sögu heimsmyndarinnar og vakna
óhjákvæmilega spurningar um gildi þess
að endurtaka verk Þorsteins þó að nærri
tuttugu ár séu síðan rit hans kom út.
Hefði Andri ekki átt að beina kröftum
sínum inn á önnur svið raunvísindasagn-
fræðinnar í stað þess að bæta við annarri
bók á íslensku um heimsmyndina? Svar
mitt við þeirri spurningu er já. I heim-
ildariti sem þessu verður að gera þá kröfu
til höfundar að hann styðjist við nýjustu
túlkanir innan fræðigreinarinnar, á þann
hátt til dæmis að hægt sé að bera saman
rit Andra og Þorsteins og átta sig á því
hvar fræðunum hefur fleygt fram. Þess-
ari sfyldu bregst Andri því hann hefur
nánast ekkert nýtt fram að færa umfram
Þorstein, sem verður þess valdandi að yf-
irlýsing Andra um að sólmiðjukenning-
in hafi verið „helsta afrek vísindabylting-
arinnar" (267) flýtur um í órökstuddu
tómarúmi.
Af bóltinni má ráða að Andri hefur
mikið dálæti á forngrískri heimspeki og
rekur hann sögu hennar ítarlega í þrem-
ur köflum, allt frá náttúruspeki Mílet-
osskólans til jarðmiðjukenningar Ptól-
emaíosar. Því næst taka við tveir kaflar
þar sem fjallað er um miðaldirnar og
endurreisnartímann. I endurreisnarkafl-
anum minnist höfundur á náttúrugaldur
og segir það hafa komið „sagnfræðingum
verulega á óvart þegar í ljós kom að
Newton hafði varið meiri tíma í gull-
gerðarlist, sem er ein gerð af náttúru-
galdri, en það sem nútímafólki finnst
,réttnefnt‘ vísindastarf' (221). Síðan
bendir Andri réttilega á að Newton
gerði væntanlega engan greinarmun á
gullgerðarlist, trúarbrögðum og vísind-
um því í hans huga mynduðu þau „eina
heild“ og leiðir Andri líkur að því að
hugmynd Newtons um „þyngdarkraft
sem berst samstundis á milli hluta“ (222)
hafi orðið til vegna áhrifa frá náttúru-
galdri,1 sem var gjörólíkur hefðbundn-
um galdri.2 Með því að tengja náttúru-
galdur einungis við kenningasmíð
Newtons missir Andri af gullnu tækifæri
til þess að gera sögu tilraunavísindanna,
þess sem þá var kallað tilraunaspeki (ex-
perimental philosophy), og þar með nýrri
túlkun á „vísindabyltingunni" skil, eins
og fjallað verður hér á eftir.
I kaflanum um „vísindabyltinguna“
nefnir Andri í framhjáhlaupi þátt „hand-
verksmanna og galdramanna“ í þróun
raunvísinda á 16. og 17. öld en gerir ekk-
ert meira með þetta, frekar en í kaflanum
um endurreisnina, því „stærðfræðigrein-
arnar og náttúrspeki" eru til umfjöllunar
í bókinni „en ekki náttúrufræði og lækn-
isfræði" (233, 234). Það verður að virða
þessa aðgreiningu Andra en ritdómari
telur hana hins vegar mjög óheppilega:
auk þess að gefa ranga mynd af sögunni,
enda voru tilraunir svo sannarlega hluti
af náttúruspekinni (naturalphilosophý)?
ýtir hún undir þá ríkjandi skoðun að
„stærðfræðihefðin" sé á einhvern hátt
merkilegri en „tilraunahefðin"; hugmynd
sem á rætur að rekja til fordóma Forn-
grikkja gagnvart handverki (41). Með
áhuganum sem endurreisnin kveikti á