Hugur - 01.01.2006, Page 113

Hugur - 01.01.2006, Page 113
Messías á Islandi iii árið 1894. Kjarnann í gagnrýni Freges má orða svo að Husserl sé ófær um að greina á milli þess sem er satt og þess sem er haft fyrir satt. Með öðrum orð- um sakar Frege Husserl um að vera á valdi sálarhyggju, en það er sú skoðun að öll lögmál og allar staðreyndir séu að endingu sálræn fyrirbæri.8 Sinnaskipti Husserls báru ávöxt í fyrsta stórvirki hans, Rökfrœðilegum rannsóknum (Logische Untersuchungen, 1900-01). Gjörvallt fyrra bindi þess verks — sem að vísu er talsvert minna um sig en það síðara — er helgað nið- ursöllun á sálarhyggju, sem Husserl lýsir nú sem efahyggju af verstu sort. Mótleikur Husserls felst í því að greina hinn raunverulega hlut sem ber fyr- ir vitundina frá hinni hugsjónabundnu (ídeal) merkingu.9 Til dæmis er ljóst að fullkomlega jafnarma þríhyrningur, sem óneitanlega er viðfangsefni rúm- fræðinnar, er hvergi til í „hinum ytri heimi“; þar eru aðeins ófullkomnar eftir- myndir hans sem rúmfræðingar styðjast við í iðkun og miðlun fræða sinna. A sviði hugsjónanna er sh'kur þríhyrningur aftur á móti til. Því má segja, með kunnuglegu orðalagi, að markmið Husserls sé að sýna fram á að hlutlægni sé vissulega til og ekki sé allt huglægt eins og öfgafull sálarhyggja heldur fram. Til frekari skýringar má benda á að hin raunverulega birting fyrirbærisins í vitundinni (eða andspænis henni) er af meiði efnisveruleikans og á sér stað í tíma: þar er með öðrum orðum um athöfn eða atburð að ræða. Hin hug- sjónabundna hlutlægni stendur aftur á móti utan við efnisveruleikann og þar með tímann; þar er um „eilíf sannindi“ að ræða.10 I Rökfræbilegum rannsóknum má einnig finna harða gagnrýni á raunhyggju Lockes, Berkeleys og Humes, en jafnframt er hugmynd Brentanos um ætl- andina tekin til gagngerrar endurskoðunar. Leiðarstef bókarinnar hefiir orð- ið frægt: það boðar að hverfa „til hlutanna sjálfra \zu den Sachen selbst\“, en með því á Husserl við merkinguna í áðurgreindum skilningi: i senn hlutlæg og af meiði hugsjóna. Meginhugmyndin er sú að sannindi séu óháð dómum manna, og að komast megi að þeim með beitingu skipulegrar lýsingar sem varast hvers kyns fyrirframhugmyndir sem skerða hina hreinu sýn á fyrirbær- ið. Þessa útilokun fordómanna nefndi Husserl frestun (epoché). Næsta stórvirki Husserls var Hugmyndir að hreinni fyrirbærafræði ogfyrir- bærafræðilegri heimspeki (Jdeen zu einer reinen Phánomenologie undphánomen- ologischen Philosophie, fyrsta bindi 1913).11 Eins og nafnið gefur til kynna stígur hugmyndin um fyrirbærafræðina fram í þessu verki. Hinni nýju fræði- grein er ætlað að vera hrein lýsing á hlutunum sjálfiim og beinast þar með að 8 Agæta útlistun á sálarhyggju má finna hjá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, „Forspjail", í Gottlob Frege, Undirstöbur reikningslistarinnar, Kristján Kristjánsson þýddi, Reykjavík, Hið ís- lenzka bókmenntafélag 1989, s. 24-27. 9 Athugasemd um málfar: í þessu hefti er þeirri reglu fylgt að þýða alþjóðaorðið „ídeal" sem „hug- sjón“ þegar það er nafnorð. Þegar orðið stendur sem lýsingarorð er notast við orðalag í líkingu við „af toga hugsjóna" eða samsetta orðið „hugsjónabundinn". Orðið „idealityAdéalité/Idealitát" er aftur á móti þýtt sem „hugsjónareðli". 10 Sjá ágæta greinargerð hjá Dan Zahavi, Husserl's phenomenobgy, Stanford, Stanford University Press 2003, s. 7-13. Husserl skrifaði tvö bindi til viðbótar undir þessum titli en lauk ekki við að búa þau til útgáfu. Þau komu hins vegar út eftir dauða hans. ll
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.