Hugur - 01.01.2006, Qupperneq 113
Messías á Islandi
iii
árið 1894. Kjarnann í gagnrýni Freges má orða svo að Husserl sé ófær um að
greina á milli þess sem er satt og þess sem er haft fyrir satt. Með öðrum orð-
um sakar Frege Husserl um að vera á valdi sálarhyggju, en það er sú skoðun
að öll lögmál og allar staðreyndir séu að endingu sálræn fyrirbæri.8
Sinnaskipti Husserls báru ávöxt í fyrsta stórvirki hans, Rökfrœðilegum
rannsóknum (Logische Untersuchungen, 1900-01). Gjörvallt fyrra bindi þess
verks — sem að vísu er talsvert minna um sig en það síðara — er helgað nið-
ursöllun á sálarhyggju, sem Husserl lýsir nú sem efahyggju af verstu sort.
Mótleikur Husserls felst í því að greina hinn raunverulega hlut sem ber fyr-
ir vitundina frá hinni hugsjónabundnu (ídeal) merkingu.9 Til dæmis er ljóst
að fullkomlega jafnarma þríhyrningur, sem óneitanlega er viðfangsefni rúm-
fræðinnar, er hvergi til í „hinum ytri heimi“; þar eru aðeins ófullkomnar eftir-
myndir hans sem rúmfræðingar styðjast við í iðkun og miðlun fræða sinna.
A sviði hugsjónanna er sh'kur þríhyrningur aftur á móti til. Því má segja, með
kunnuglegu orðalagi, að markmið Husserls sé að sýna fram á að hlutlægni sé
vissulega til og ekki sé allt huglægt eins og öfgafull sálarhyggja heldur fram.
Til frekari skýringar má benda á að hin raunverulega birting fyrirbærisins í
vitundinni (eða andspænis henni) er af meiði efnisveruleikans og á sér stað í
tíma: þar er með öðrum orðum um athöfn eða atburð að ræða. Hin hug-
sjónabundna hlutlægni stendur aftur á móti utan við efnisveruleikann og þar
með tímann; þar er um „eilíf sannindi“ að ræða.10
I Rökfræbilegum rannsóknum má einnig finna harða gagnrýni á raunhyggju
Lockes, Berkeleys og Humes, en jafnframt er hugmynd Brentanos um ætl-
andina tekin til gagngerrar endurskoðunar. Leiðarstef bókarinnar hefiir orð-
ið frægt: það boðar að hverfa „til hlutanna sjálfra \zu den Sachen selbst\“, en
með því á Husserl við merkinguna í áðurgreindum skilningi: i senn hlutlæg
og af meiði hugsjóna. Meginhugmyndin er sú að sannindi séu óháð dómum
manna, og að komast megi að þeim með beitingu skipulegrar lýsingar sem
varast hvers kyns fyrirframhugmyndir sem skerða hina hreinu sýn á fyrirbær-
ið. Þessa útilokun fordómanna nefndi Husserl frestun (epoché).
Næsta stórvirki Husserls var Hugmyndir að hreinni fyrirbærafræði ogfyrir-
bærafræðilegri heimspeki (Jdeen zu einer reinen Phánomenologie undphánomen-
ologischen Philosophie, fyrsta bindi 1913).11 Eins og nafnið gefur til kynna
stígur hugmyndin um fyrirbærafræðina fram í þessu verki. Hinni nýju fræði-
grein er ætlað að vera hrein lýsing á hlutunum sjálfiim og beinast þar með að
8 Agæta útlistun á sálarhyggju má finna hjá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, „Forspjail", í
Gottlob Frege, Undirstöbur reikningslistarinnar, Kristján Kristjánsson þýddi, Reykjavík, Hið ís-
lenzka bókmenntafélag 1989, s. 24-27.
9 Athugasemd um málfar: í þessu hefti er þeirri reglu fylgt að þýða alþjóðaorðið „ídeal" sem „hug-
sjón“ þegar það er nafnorð. Þegar orðið stendur sem lýsingarorð er notast við orðalag í líkingu
við „af toga hugsjóna" eða samsetta orðið „hugsjónabundinn". Orðið „idealityAdéalité/Idealitát"
er aftur á móti þýtt sem „hugsjónareðli".
10 Sjá ágæta greinargerð hjá Dan Zahavi, Husserl's phenomenobgy, Stanford, Stanford University
Press 2003, s. 7-13.
Husserl skrifaði tvö bindi til viðbótar undir þessum titli en lauk ekki við að búa þau til útgáfu.
Þau komu hins vegar út eftir dauða hans.
ll