Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 142
140
Maurizio Ferraris
einfaldra ástæðna. Annars vegar felur sjálf hugmyndin um ætlandi í sér of-
gnótt gagnvart sjálfri sér, þ.e. sjálfa formgerð þess að beinast að einhverju,
einhverri eða einhverjum. Afleiðingin er sú að það sem öðru fremur skil-
greinir tilvísun eða beitingu tákna rennur saman við hina hreinu ætlun. Hins
vegar, og þar væri kominn hinn eiginlegi prófsteinn á niðurstöðuna, mætti
beita hér einfaldri hugaræfingu: ef við þyrftum ekki á orðum eða táknum af
neinu tagi að halda til að eiga samskipti, til dæmis vegna þess að við hefðum
hugsanaflutning á valdi okkar, yrðu þá samskipti okkar betri en nú er eða
ættum við þá hreinlega ekki í samskiptum? I besta falli hefðum við ekki
lengur neitt að segja hvert við annað, og þetta ætti sér þá stað á tungumáli
engla eða hinu röklega máli Freges, tungumáli án allra aðstæðubundinna
teikna, það er, án hvers kyns vísana til „hér“ og „nú“. Möguleikinn á slíku
tungumáli reyndist alfarið undir því tungumáli rafta komið sem sam-
anstendur einvörðungu af aðstæðubundnum segðum, en þar er einmitt kom-
ið, eins og Russell kom auga á, það sem fullgild lausn á ætlunarverki Freges
hefði krafist. Ennfremur má spyrja: hvers kyns heimur yrði það sem væri án
allra viðfanga, og hvers kyns tungumál yrði það sem væri án allra hluta?
Gangi fræðimennirnir frá Lagado í Ferðum Gúllívers of langt með því að
taka með sér viðföngin sem þeir vildu tala um, þá er þetta hér um bil and-
stæða öfgadæmi engu síður fáránlegt.
Með þetta í huga má skilja hvers vegna Husserl hallaðist æ meir að því eftir
á að táknið væri ekki einfaldur ytri viðauki við sannleikann, heldur þvert á
móti tryggingin fyrir því að sannleikurinn væri mögulegur fyrir atbeina
minnistengdrar eftirheldni, samræðubundinnar iðkunar skilningsins og
„hefðbindingar" í rituðu máli. Ennfremur er hér um að ræða það sama og
Ágústínus hafði orð á - að játast sjálfiim sér frammi fyrir Guði sem veit samt
allt nú þegar, vegna þess að sannleikurinn hvílir á tákninu og tilvísuninni.
Söguleikinn, markhyggjan og heimur andans í heilu lagi væru ekki möguleg
án táknsins sem þau reyna samt ládaust að losa sig við. Husserl gengst við
þessu en vill jafnframt varpa rýrð á táknið á svipaðan hátt og trúarbrögð
Egypta leituðust við slíkt, ef marka má Hegel; Egyptar höfðu aðeins óljóst
hugboð um merkingu andans þegar þeir tóku að binda vonir sínar við að sú
athöfn að smyrja hina látnu fengi tryggt þeim ódauðleika. Þegar ég sagði að
Husserl hafi áttað sig á þessu „eftir á“ var ég vitaskuld með Uppruna rúmfræð-
innar í huga. En ætli ég mér að halda því fram að greining okkar hafi hingað
til verið á réttri leið verð ég hins vegar að líta svo á að ég hefði h'ka getað sagt
að hann hafi áttað sig á þessu „fyrirfram", og vísa þá með þeim orðum til
Heimspeki reikningslistarinnar. Kjarni spurningarinnar er hinn sami í báðum
tilfellum: ómögulegt er að smætta táknið burt, og þar af leiðandi hefur tákn-
ið áhrif á sannleikann. Ekki er hægt að greina það sem Husserl hélt fram á
fjórða áratug 20. aldar frá þeim spurningum sem hann varpaði fram íjörutíu
árum fyrr. Ástæður þessa geta ekki komið utan frá heldur spretta þær úr sjálfu
viðfangsefninu sem hér er til umfjöllunar, nefnilega sálinni.
Að reyna að rekja stærðfræðilegt hugsjónareðh til sálrænnar og skynrænn-