Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 102
IOO
Dan Zahavi
í kenningum og eru mjög ólík eftir því hvert söguskeiðið, stéttin eða menn-
ingarheimurinn er.
Er sjálfið eining sem á sér sjálfstæða tilvist, þannig að þær spurningar sem
við vörpum fram um það hljóti að kalla á svör sem séu annað hvort sönn eða
ósönn? Getum við smátt og smátt grafist fyrir um eðli þess, eða er nær lagi
að það sé alfarið afurð lýsinga okkar og samsetningar þeirra? Sumir málsvar-
ar frásagnarnálgunarinnar á sjálfið hafa haldið því fram að það sé ekkert ann-
að en málfræðileg og félagsleg uppfinning. Eins og Dennett orðar það: líf-
verur með heila á borð við mannsheilann geta ekki annað en búið sér til sjálf.
Okkur er notkun tungumálsins ásköpuð, og um leið og við notum það tök-
um við að spinna upp sögur. Sjálfið verður til í þessum spuna, en það á sér
ekki raunverulega tilvist. Það er aðeins ímynduð þungamiðja frásagnarinn-
ar.14 Það er óhlutbundinn skurðpunktur óh'kra frásagna um sjálf okkur.
Þannig reynist þessi skoðun á endanum vera afbrigði af kenningunni um að
sjálfið sé ekki til.
Látum svo heita að frásagnarsjálfið sé hugarsmíð. Það er ekki meðfætt, og
efniviðurinn í smíði þess er ekki aðeins sóttur í hið raunverulega líf, heldur
einnig í hugsjónir og uppspunnar hugmyndir. Látum svo heita að frásagnar-
sjálfsmynd okkar sé dæmd til að vera í sífelldri endurskoðun, og að hún
hverfist um fjöldann allan af „frásagnarkrókum“ sem eru ólíkir eftir því hver
menningin er. Felst þá ekki í þessu réttlæting á þeirri fullyrðingu að sjálfið sé
einber skáldskapur? Við skulum ekki gleyma því að í þessum efnum gilda
ákveðin takmörk. Sumar sjálfssögur eru sannari en aðrar. Ennfremur er ekki
hægt að neita því að í sálarlífi okkar og félagslegu lífi gegnir sjálfið afgerandi
lykilhlutverki sem felst í að koma á röð og reglu og ljá merkingu. Þótt frá-
sagnarsjálfið kunni að vera hugarsmíð er ekki þar með sagt að það eigi sér
ekki raunverulega tilvist.15 Þrátt fyrir að bæði Ricœur og Maclntyre hafni
hugmyndinni um sjálfið sem óbreytanlega verund þá halda þeir því jafnframt
staðfastlega fram að frásagnarformgerðin sé lífi manna eðlislæg. Og sú skoð-
un að tilteknir þættir sem einkenna mannlegt líf séu hreinn skáldskapur, ein-
ungis vegna þess að ekki sé hægt að smætta þá niður að hætti náttúruhyggj-
unnar og þeir reynist því ofvaxnir tiltekinni tegund af vísindalegum
skilningi, verður ekki til annars en að koma upp um fyrirframákveðna holl-
ustu við einfeldningslega vísindahyggju sem htur svo á að náttúruvísindin ein
geti skorið úr um hvað sé til.
Þrálátur efi situr eftir. Að því gefnu að htið sé á sjálfið sem ekkert annað
en frásagnarafurð, er þá hægt að andmæla niðurstöðu Dennetts? Verður ekki
frásagnarsjálfið að njóta einhvers konar stuðnings úr heimi reynslunnar?
14 Dennett 1991,s. 418,1992.
15 Flanagan 1992, s. 205-210.