Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 118
n6
Björn Þorsteinsson
Augljóslega er hugmynd Husserls sú að tungumál fyrirbærafræðinnar,
þeirrar hreinu lýsingar sem henni er að minnsta kosti œtlað að verða, sé allt
af tagi hreinræktaðra segða. En eins og Derrida leiðir í ljós í Röddinni ogfyr-
irbærinu taka málin að vandast og vinda upp á sig um leið og hinn fyrirbæra-
fræðilegi athugandi tekur að skoða og lýsa hlutnum sjálfum. Hvers kyns
tjáning er það sem er fyllilega af tagi segða, algjörlega laus við hvers kyns
ábendingar? Svo farið sé hratt yfir sögu neyðist Husserl til að takmarka um-
dæmi slíkra segða við hreint eintal sálarinnar við sjálfa sig, þar sem sálin
„hlustar á sjálfa sig tala“. Um leið og vitundin gefur eitthvað til kynna, utan
við sjálfa sig, kemur margræðnin til sögunnar. Krafan um hreina og sjálfljósa
merkingu fellur um sjálfa sig um leið og hún tekur á sig mynd - og þangað
til hún tekur á sig mynd er hún strangt tekið ekki til, að minnsta kosti ekki
í skilningi fyrirbærafræðinnar.
Að þessu leyti telur Derrida Husserl falla í sama flokk og margir helstu
heimspekingar sögunnar - ef ekki allir: þann flokk sem hann kennir við
frumspeki nœrverunnar. Undir lok greinarinnar sem hér birtist dregur Derr-
ida upp megindrætti þessa viðhorfs. Þar sjáum við glögg merki þess að mörg
lykilatriði hugsunar Derrida voru þegar komin til skjalanna við lok sjötta
áratugar 20. aldar. Þessu til sönnunar má t.d. benda lesendum á að hið fræga
hugtak Derrida um dijférance, skilafrest, lætur á sér kræla í greininni (sjá s.
156) - og raunar er lærdómsríkt að velta fýrir sér því samhengi sem það birt-
ist í þar. Vert er að benda á — í þeirri von að slík ábending þyki einfeldnings-
leg - að heimspeki Derrida féll ekki af himnum ofan; hún á sér rætur hér og
þar, og ein gildasta rótin stendur djúpt í höfundarverki Husserls.
Að vísu er engum blöðum um það að fletta að eftir útkomu Raddarinnar
ogfyrirbærisins sneri Derrida sér að öðrum hugðarefnum og lét Husserl að
mestu liggja á milli hluta það sem eftir var. Engu að síður er ljóst að glíman
við Husserl, sem átti sér stað á mótunarárum hugsunar Derrida, skildi eftir
sig varanleg merki. Fjarvera Husserls varð heldur aldrei algjör og í nokkrum
af síðustu verkum sínum tók Derrida upp þráðinn við þennan gamla læri-
meistara sinn. u
*
Síðustu fimmtán ár ævistarfs Derrida einkenndust af áherslu á siðfræði- og
stjórnmálalega þætti hugsunar hans. Einhverjir textaskýrendur hafa orðið til
þess að tala um „hvörf1 í höfundarverki hans af þessum sökum. Sú tilgáta
virðist hafa farið fyrir brjóstið á höfundinum sjálfum, og í einni síðustu bók
sinni eyðir hann nokkrum orðum í að kveða hana niður.21 Hvers vegna fann
hann sig knúinn til þess? Grein hans um tilurð, formgerð og fyrirbærafræði
20 Sjá einkum Derrida, Le toucher, Jean-Luc Nancy, París, Galilée 2000, og Voyous: Deux essais sur
la raisorjy París, Galilée 2003.
21 Sjá Derrida, Voyorn, s. 64.