Hugur - 01.01.2006, Page 98
96
Vigdis Songe-Meller
kvenborgarar.27 Skilgreiningin á aþenskum borgara er því í mótsögn við
sjálfa sig. Konan er bæði hluti af samfélaginu og ekki hluti af því. Hún er í
senn innherji og utangarðsmanneskja, og þó er hún hvorugt af þessu. Mynd-
rænt séð stendur hún á mörkum tveggja sviða. Einu gildir hvar hún er - hún
er utanaðkomandi. Hér má sjá glitta í einhvers konar grundvallarþversögn í
hugmyndafræði aþenska borgríkisins því hún virðist byggja á útilokun
kvenna þó að slík útilokun væri auðvitað óhugsandi í raunveruleikanum. Uti-
lokun konunnar frá borgríkinu var í senn hugmyndafræðileg nauðsyn og
óhugsandi í verki.28
Tilraun okkar til að ákvarða þau mörk sem konan stendur á hefur leitt í
ljós að í raun er um að ræða tvær markalínur sem eiga sér stað á gagnstæð-
um pólum. I fyrsta lagi táknar konan „ytri mörk“ borgríkisins, þ.e. landamæri
hins pólitíska rýmis borgríkisins og þess sem liggur utan við það. Að þessu
leyti mynda konur jaðarhóp og tengjast sem slíkar öðrum jaðarhópum: þræl-
um, útlendingum, börnum.29 Sem þetta sérstaka jaðarfyrirbæri er konan
andstæða Hestíu þrátt fyrir að sú síðarnefnda búi í raun yfir kvenlegum
eiginleikum — sem karlinn hefiir tekið eignarnámi. Hin gifta kona fær ekk-
ert rými innan borgríkisins einfaldlega vegna þess að karlinn stendur fyrir
heild eða fullkomleika.
Hins vegar er ein hlið á Hestíu sem þessi heild nær ekki utan um, nefni-
lega hin innri, myrka og falda hlið sem geymir það sem er persónulegast og
stendur næst; það sem hið alltumlykjandi opinbera borgríki getur ekki
upplýst með sínum slfyra logos. Onnur þeirra tveggja markalína sem konan
stendur á eru því „innri mörkin". Þar verðum við áskynja um h'kamlegt innra
líf konunnar sem fymi er felur eitthvað sem enn hefur ekki verið dregið fram
í dagsljósið, eitthvað sem enn hefiir ekki fæðst. Að þessu leyti stendur kon-
an h'ka, á táknrænan hátt, á mörkum tilveru og ó-veru.
Arnþrúður Ingólfsdóttir þýddi
27 Sjá Loraux, The Children ofAthena, s. 119.
28 Sjá sama rit, s. 75.
29 Vidal-Naquet hefur í mörgum greinum greint samhverfurnar og þversagnirnar sem hinir ýmsu
jaðarhópar aþenska borgríkisins vitna um. Sjá einkum eftirfarandi greinar úr bók hans The
Black Hunter. „The Black Hunter and the Origin of the Athenian Ephehia“, „Recipes for Greek
Adolescence" og „Slavery and the Rule of Women in Tradition, Myth, Utopia".