Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 53
Nytsemi og skilningur
5i
ur dæmið engu slíku til leiðar. Þar með er ég líka að halda því fram að hugs-
un okkar um gott og illt eigi það til að sofna. Við bregðumst við dæminu á
einn eða annan hátt, en þar með er ekki sagt að frjáls hugsun okkar leiki um
það. Onot sumra nemendanna vegna eigin viðbragða við dæminu skýrast að
mínum dómi öðrum þræði af því að þeir gera sér grein fyrir að þeirra eigin
afstaða til dæmisins var h'tið annað en óhugsuð viðbrögð. Um leið reyna þeir
á sjálíum sér hve auðvelt það er að leiðast inn á vanhugsaðar brautir í sið-
ferðilegum dómum sínum. Og þar sem við hneigjumst eðlilega til að breyta
í samræmi við hugmyndir okkar og dóma þá er skiljanlegt að uppgötvun
nemendanna geti fengið á þá. Þeir komast að einhverju um sjálfa sig sem þeir
kærðu sig ekki um að vita.
Fyrir um 40 árum skrifaði Hannah Arendt bók um réttarhöldin yfir
Eichmann, manninum sem sá um að flytja Gyðinga og aðra „óæskilega"
hópa í útrýmingarbúðir nasista.2 Helsta „uppgötvun“ Arendt var sú hve
ósköp venjulegur þessi maður var sem hafði af svo stakri skyldurækni og
reglufestu stjórnað flutningi margra milljóna manna í dauðann. Maðurinn
sem hún sá í vitnastúkunni í Jerúsalem var ekki „illmennið uppmálað" eins
og margir hefðu sjálfsagt búist við; hann var venjulegur, eins og þú og ég.
Helsta skýringin á illvirkjum þessa manns, að dómi Arendt, var áberandi en
hversdagslegur eiginleiki, eða öllu heldur skortur á eiginleika: Eichmann
gat fylgt skipunum óaðfinnanlega og leyst af hendi flókin tæknileg úrlausn-
arefni en hann var því sem næst ófær um að hugsa. I þeim skilningi var
Eichmann eins og við erum flest; hann var hlýðinn og hugsunarlaus. Ein-
hver kynni að benda á að flestir komist bærilega gegnum lífið með þessa
eiginleika. Fylgispekt okkar og hugsunarleysi hafa jafnvel verið álitin æski-
legir eiginleikar sem ýti undir samstöðu og einhug í samfélaginu. Þá vill það
hins vegar gleymast að í öðrum aðstæðum stuðla þessir hversdagslegu eig-
inleikar að flokkadráttum og sundrungu og, eins og dæmið af Eichmann
sýnir, geta þeir alið af sér verstu tegund illvirkja og ranglætis. Það er í sjálfu
sér næg ástæða til að vekja mann til umhugsunar um gildi eigin hugsunar-
leysis.
Tilgáta mín er sú að dæmið „virki“ hugsunarleysi okkar með vissum hætti
- það er að segja fy’látið er staðar numið of snemma, eins og mig grunar að
oft sé gert. Réttilega notað getur dæmi á borð við þetta hins vegar verið
merkilega gagnlegt. Það býr yfir óvæntum mætti, ekki aðallega til að upplýsa
okkur um eðli siðferðisins - þótt það gerist ef til vill um leið, heldur til að
vekja með okkur sjálfsþekkingu; þekkingu um okkar eigin tilhneigingar. Það
kann að hljóma kaldranalega, en kennari sem er að reyna að leiðbeina nem-
endum og styrkja gagnrýna hugsun þeirra um siðferði hlýtur að gleðjast inni-
lega í hjarta sínu þegar hann sér nemendur sína verða fyrir áfalli af því tagi
sem ég lýsti hér á undan. Fyrir honum er það merki um að sjálfstæð hugsun
þeirra um viðfangsefnið sé að vakna.
2 Sjá Hannah Arendt, Eichmann in Jerusalem: A Report on the Bana/ity of Evil (Penguin Books:
New York 1994).