Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 88
86
Vigdis Songe-Meller
runnið hjá Pandóru, hinni fyrstu konu, en hún var bæði grimm og falleg.
Pandóra var refsingin sem lögð var á Prómeþeif fyrir að hafa att mannkyn-
inu saman við guðina. Tekið skal fram að Pandóra fæðist ekki, heldur er hún
mótuð úr leir eins og hver annar gripur. Handverksmaður guðanna, Hef-
æstos, faðir Erikþóníosar, mótar hana. Þannig verður „kynþáttur kvenna“ til
án allrar æxlunar, hvort heldur kynæxlunar eða kynlausrar.
Aður en Pandóra var sköpuð var mannkynið laust við sorg og sút, það
hafði snætt af borði guðanna og lifað í sátt og samlyndi við þá. Eftir að þetta
góða samband rofnaði mátti mannkynið sæta því að strita til að tryggja við-
gang sinn með þeim afleiðingum að hið nána einingarsamband við náttúr-
una fór forgörðum. Ennfremur - og það er lykilatriði í þessu samhengi - fyr-
irgerði mannkynið einingunni við sjálft sig. Einstaklingurinn var ekki lengur
sjálfum sér nógur heldur þurfti hann á öðrum af ólíku eðli að halda til að
fjölga sér. Mannkyninu var nú skipt í tvennt: karla og konur. Þessi skipting
var verk Pandóru, og í því felst að miklu leyti skýringin á því að konur töld-
ust af hinu illa. Upp frá þessu var mannkynið bundið kynferði. Til að fjölga
sér þurftu karlar ekki aðeins að plægja jörðina heldur einnig konur sínar.
Þarna er ekki einvörðungu myndlíking á ferðinni því í grísku vísar nafnorð-
ið arotos bæði til þess að plægja jörðina og barna konu. Samkvæmt Hesíodosi
var sú vinna sem karlinn lagði í jörðina og kynlífið hluti af þeirri áþján sem
lífið leggur mönnum á herðar.
Kynferði kom í heiminn með konum, og þar með ósamhverfan milli sjálfs-
ins og þess sem er annað. Konur báru margbreytileika, andóf og ósamræmi
með sér inn í mannlega tilvist. Þannig var konan álitin vera „hið mikla böl“
(Goðakyn, 592) og „ill fyrir mannkynið" (Goðakyn, 570). Hún er uppruni allra
mannlegra meinsemda: bölvunar ellinnar, sjúkdóma og dauða. Afleiðingarn-
ar af tvískiptingu mannkynsins sem Pandóra bar ábyrgð á — og konur al-
mennt — eru því víðtækar og örlagaríkar. Með orðavali sínu leggur Hesíodos
áherslu á grundvallarvægi þessarar skiptingar; það er ekki fyrr en nýja teg-
undin hefur fengið á sig nafnbótina „kona“ (gyné) sem hann tekur að vísa til
upprunalegra mannvera (anþrópoi) sem „rnanna" (andres). „Og það halda þeir
áfram að vera“ segir Loraux í skarplegri greiningu sinni á goðsögninni um
Pandóru; upp frá þessu eru karlar fulltrúar mannkynsins en konur standa að-
eins fyrir þeirra eigið kyn.15
I ljósi frásagnar Hesíodosar af Pandóru er rökrétt að spyija hvað karlar og
konur eigi eiginlega sameiginlegt. Svarið sem lesa má úr frásögninni er: ekk-
ert. Dregin er upp mynd af körlum og konum sem óh'kum „kynþátturrí1.
Engu að síður þurfa karl og kona hvort á öðru að halda til að fjölga sér, en í
því felst að þau hljóti þrátt fyrir allt að eiga eitthvað sameiginlegt. Það er
grundvallaratriði í ættfræði Goðakyns að einstaklingar sem eiga í kynferðis-
legu sambandi eru hluti af sama ættartré og mynda því heild þegar öllu er á
botninn hvolft. Þegar Hesíodos gefur kost á því að karlar og konur — sem þó
15 Loraux, The Children ojAthena, s. 77.