Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 88

Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 88
86 Vigdis Songe-Meller runnið hjá Pandóru, hinni fyrstu konu, en hún var bæði grimm og falleg. Pandóra var refsingin sem lögð var á Prómeþeif fyrir að hafa att mannkyn- inu saman við guðina. Tekið skal fram að Pandóra fæðist ekki, heldur er hún mótuð úr leir eins og hver annar gripur. Handverksmaður guðanna, Hef- æstos, faðir Erikþóníosar, mótar hana. Þannig verður „kynþáttur kvenna“ til án allrar æxlunar, hvort heldur kynæxlunar eða kynlausrar. Aður en Pandóra var sköpuð var mannkynið laust við sorg og sút, það hafði snætt af borði guðanna og lifað í sátt og samlyndi við þá. Eftir að þetta góða samband rofnaði mátti mannkynið sæta því að strita til að tryggja við- gang sinn með þeim afleiðingum að hið nána einingarsamband við náttúr- una fór forgörðum. Ennfremur - og það er lykilatriði í þessu samhengi - fyr- irgerði mannkynið einingunni við sjálft sig. Einstaklingurinn var ekki lengur sjálfum sér nógur heldur þurfti hann á öðrum af ólíku eðli að halda til að fjölga sér. Mannkyninu var nú skipt í tvennt: karla og konur. Þessi skipting var verk Pandóru, og í því felst að miklu leyti skýringin á því að konur töld- ust af hinu illa. Upp frá þessu var mannkynið bundið kynferði. Til að fjölga sér þurftu karlar ekki aðeins að plægja jörðina heldur einnig konur sínar. Þarna er ekki einvörðungu myndlíking á ferðinni því í grísku vísar nafnorð- ið arotos bæði til þess að plægja jörðina og barna konu. Samkvæmt Hesíodosi var sú vinna sem karlinn lagði í jörðina og kynlífið hluti af þeirri áþján sem lífið leggur mönnum á herðar. Kynferði kom í heiminn með konum, og þar með ósamhverfan milli sjálfs- ins og þess sem er annað. Konur báru margbreytileika, andóf og ósamræmi með sér inn í mannlega tilvist. Þannig var konan álitin vera „hið mikla böl“ (Goðakyn, 592) og „ill fyrir mannkynið" (Goðakyn, 570). Hún er uppruni allra mannlegra meinsemda: bölvunar ellinnar, sjúkdóma og dauða. Afleiðingarn- ar af tvískiptingu mannkynsins sem Pandóra bar ábyrgð á — og konur al- mennt — eru því víðtækar og örlagaríkar. Með orðavali sínu leggur Hesíodos áherslu á grundvallarvægi þessarar skiptingar; það er ekki fyrr en nýja teg- undin hefur fengið á sig nafnbótina „kona“ (gyné) sem hann tekur að vísa til upprunalegra mannvera (anþrópoi) sem „rnanna" (andres). „Og það halda þeir áfram að vera“ segir Loraux í skarplegri greiningu sinni á goðsögninni um Pandóru; upp frá þessu eru karlar fulltrúar mannkynsins en konur standa að- eins fyrir þeirra eigið kyn.15 I ljósi frásagnar Hesíodosar af Pandóru er rökrétt að spyija hvað karlar og konur eigi eiginlega sameiginlegt. Svarið sem lesa má úr frásögninni er: ekk- ert. Dregin er upp mynd af körlum og konum sem óh'kum „kynþátturrí1. Engu að síður þurfa karl og kona hvort á öðru að halda til að fjölga sér, en í því felst að þau hljóti þrátt fyrir allt að eiga eitthvað sameiginlegt. Það er grundvallaratriði í ættfræði Goðakyns að einstaklingar sem eiga í kynferðis- legu sambandi eru hluti af sama ættartré og mynda því heild þegar öllu er á botninn hvolft. Þegar Hesíodos gefur kost á því að karlar og konur — sem þó 15 Loraux, The Children ojAthena, s. 77.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.