Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 200
198
Þorsteinn Vilhjálmsson
Darwin tekur fram í þessu samhengi að fleyg spendýr, það er að segja
leðurblökur, sé engu að síður að finna á ýmsum úthafseyjum, og hann íylgir
því eftir með því að spyrja enn einu sinni á svipaðan hátt og áður um
skýringu sköpunarhyggjunnar á því að leðurblökurnar skuli fmnast á eyjun-
um en ekki landspendýr (544).
Ohugsandi er að ljúka yfirliti um Upprunann öðruvísi en að lesandinn fái
að sjá lokaorð þessarar frægu bókar. Darwin dregur þar saman efni bókarinn-
ar á meistaralegan hátt um leið og hann leiðir okkur inn í innsta hugskot sitt.
Þarna sýnir hann okkur í örfáum orðum allt í senn, virðingu sína fyrir nátt-
úrunni og ást á henni. Og um leið fáum við enn einu sinni að kynnast
óvenjulegri innsýn hans í leyndardóma náttúrunnar og óbilandi trú á hið
einfalda í hinu flókna sem hefur einmitt alltaf verið eitt aðalsmerki allra vís-
inda:
Það er forvitnilegt að gera sér í hugarlund árbakka með flóknum
gróðri af mörgum tegundum þar sem fiiglar syngja í runnum, marg-
vísleg skordýr þjóta um loftið og maðkar skríða um raka jörðina - og
hugleiða síðan að allar þessar hugvitsamlega gerðu myndir lífsins,
sem eru svo ólíkar en jafnframt háðar hver annarri með svo flóknum
hætti, skuli allar hafa orðið til samkvæmt lögmálum sem eru að verki
allt í kringum okkur. I víðasta skilningi eru þessi lögmál: vöxtur
ásamt æxlun\ erfiir sem leiðir næstum af æxlun; breytileiki sem rekja
má beint eða óbeint til ytri h'fsskilyrða og til notkunar og vannýting-
ar; jjölgunarhlutfall sem er svo hátt að það leiðir til lífsbaráttu og þess
vegna til náttúruvals sem hefur í för með sér sundurleitni í eðli og út-
dauða þeirra lífgerða sem taka ekki framförum. Styrjöld náttúrunn-
ar, hungursneyð og dauði, leiðir þannig beint af sér æðsta fyrirbærið
sem við getum hugsað okkur: Æðri dýr verða til. Það er tign yfir
þessari h'fssýn þar sem h'fið er undirorpið ýmsum öflum en lífsand-
inn hefur í öndverðu bærst í örfáum myndum eða aðeins einni. Og,
meðan jörðin hefur haldið áfram hringsóh sínu samkvæmt hinu
óbreytanlega lögmáh þyngdarinnar, hefiir svo einfalt og óbrotið
upphaf leitt af sér ótal myndir, bæði frábærlega fagrar og undraverð-
ar - og þessi þróun heldur enn áfram (þýðing ÞV).
Um Lœrdómsrit Bókmenntafélagsins
Nú eru þeir tímar að framlag manna til fræðanna er fyrst og fremst metið
eftir því sem þeir leggja sjálfir fram í frumsömdum ritsmíðum, helst þeim
sem eru birtar í einhvers konar ritrýndum tímaritum eins og það heitir. A
köflum gengur þetta svo langt að ætla mætti að menn hefðu fimdið aðferðir
til að vigta andleg verðmæti. En hitt mun mönnum skiljast aftur að lokum
að það er fleira matur en feitt kjöt og garðyrkjumaður þarf að hugsa um fleira