Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 128
I2Ó
Páll Skúlason
stunda heimspeki heldur kynna til sögunnar nýjan hugsunarhátt sem taki við
af þeirri heimspeki sem miðaðist við að sinna hugðarefni frumspekinnar. Og
ajbygging væri þá heitið á þessum nýja hugsunarhætti og þessari nýju aðferð
við að skrifa.
I mínum huga er fýllilega rétt að halda því fram að Derrida sé að kynna,
eða reyna að kynna, til sögunnar nýjan hugsunarhátt undir heitinu afbygging,
en í mínum augum er afbygging ekki leið út úr heimspekinni heldur er hún
tilraun til að stunda heimspeki sem væri laus úr viðjum rökmiðjuhyggju. Af-
bygging væri þá heimspeki sem ætlar sér ekki að loka veruleikann inni í til-
tekinni kenningu, heldur vill hún láta heimspeki þjóna veruleikanum, þeim
veruleika sem aldrei hefiir beygt sig, og mun aldrei beygja sig, undir valdbeit-
ingu hugtakaneta okkar. Og úr því að málum er þannig háttað að í hvert
skipti sem við tökum til við að ræða á kerfisbundinn hátt um veruleikann þá
verða óumflýjanlega á vegi okkar hinir ýmsu frumspekilegu smíðisgripir sem
mótað hafa hinn vestræna skilning okkar á veruleikanum, þá þurfum við að
vinna okkur í gegnum þessa smíðisgripi með það fyrir augum að geta síðan
borið vitni hinum ónefnda, ótilgreinda veruleika sem engin kenning er þess
umkomin að brjóta undir sig. I þessu felst að afbyggja viðjar hugsunar okk-
ar, snúa baki við öllum tilraunum til að ná algjörri stjórn á hugmyndum okk-
ar að hætti reglna hinnar svokölluðu rökhugsunar, og gefa nafnlausum veru-
leikanum kost á að stíga fram og taka völdin í hugsun okkar.
Hvernig í ósköpunum má þetta verða? Eigum við ekki á hættu að missa
tökin fyrir fullt og allt og sökkva ofan í eintóma hugaróra án nokkurra tengsla
við raunveruleikann? Væri það þá ekki algjör andstæða þess sem við ætluðum
okkur, nefnilega þess að bera veruleikanum vitni, óháð allri kenningasmíð?
Mig langar að ljúka þessari grein með því að tefla fram þremur athuga-
semdum til svars við þessari áskorun á hendur ætlunarverki Derrida eins og
ég hef lýst því hér. Fyrsta athugasemdin er á þessa leið: ekki ber að taka ýkja
alvarlega hættuna á að missa tökin og gefa sig hreinum órum á vald — af
þeirri einföldu ástæðu að við höfum aldrei haft og munum sennilega aldrei
öðlast fullkomna röklega stjórn á veruleikanum. Sjálf hugmyndin um rök-
lega stjórn, út af fyrir sig, er af tagi hugaróra - sem að vísu hafa haft gríðar-
leg áhrif á menningu okkar og háskólastarf, en engu að síður ætti ekki að of-
meta gildi þeirra. Þegar reynt er að negla rökvitið niður og gera skilmerkilega
grein fyrir því kemur berlega í ljós að það er af meiði óranna: þú munt aldrei
festa hendur á því! Til er ótölulegur fjöldi ólíkra útlegginga á rökviti. I raun
ætti að líta á rökvit sem stórkostlegan skáldskap eða sem hugsýn sem túlka
má og halda lifandi með hjálp ímynda og tákna, til dæmis frá Forn-Grikk-
landi eða úr smiðju upplýsingarinnar.
Onnur athugasemd mín snýst um veigamikla takmörkun frumspekilegra
kenninga sem Emmanuel Levinas benti á með athyglisverðum hætti, en
hann var franskur heimspekingur af gyðingaættum sem hafði djúpstæð áhrif
á Derrida. Hugsun Levinas snýr fyrst og fremst að hinni manneskjunni og
merkingu hennar fyrir mig. Hann telur að engin frumspeki geti með nokkru