Hugur - 01.01.2006, Side 45
Þegar hinir eru helvíti
43
að geta breytt þessari merkingu."16 Á sambærilegan hátt er hinn skilgreind-
ur með tilliti til mín og aðstæðnanna hverju sinni.
Hinn lætur ekki nægja að skilgreina mig heldur hreyfir hann við mér, fær
mig til þess að bregðast við á einhvern hátt. Augnaráð hins fær mig ekki ein-
vörðungu til þess að skammast mín eða finna fyrir öðrum ámóta kenndum
heldur hreyfir hann við líkama mínum. Eg lít undan, ég legg á flótta, ég finn
hjartað slá hraðar, ég roðna o.s.frv. Augnaráðið fær mig til þess að bregðast
við og mér tekst ekki að ígrunda breytni mína fyrr en eftir á. Hvers vegna leit
ég undan? Hvers vegna tók ég til fótanna? Svör við þessum spurningum
liggja ekki fyrir fyrr en ég hef þegar litið undan eða tekið til fótanna. Ég finn
fyrir valdi hins í h'kama mínum, líkami minn endurspeglar styrkleika hins og
á sama tíma minn eigin veikleika. Fyrst bregst ég við nærveru hins og eftir á
spyr ég mig um viðbrögð mín og undrast jafnvel á þeim.
Staða mín hér er dapurleg, en hverjir eru möguleikar mínir við þessar að-
stæður?
Að snúa vörn í sókn
I þeirri aðstöðu þar sem hinn hefur hlutgert mig og náð yfirhöndinni í sam-
skiptum okkar með því að beina augnaráði sínu að mér, og skilgreina mig þar
með á einhvern hátt, felast möguleikar mínir að mati Sartres í frelsi mínu og
ábyrgð varðandi það að áforma eigið líf. I fyrirlestri sínum Tilvistarstefnan er
mannhyggja leggur Sartre mikla áherslu á þá skoðun sína að maðurinn sé
alltaf að skapa sjálfan sig og að hann sé fullkomlega frjáls í þessari sköpun en
jafnframt ábyrgur fyrir henni: „Maðurinn er ekki einungis eins og hann
hugsar sér, heldur einnig eins og hann vill vera, og eins og hann hugsar sér
sjálfan sig eftir að hann er orðinn til, eins og hann ætlar sér að vera um leið
og hann varpar sér mót tilveru sinni; maðurinn er ekkert annað en það sem
hann gerir úr sér.“17
I ljósi þessara orða liggur það fyrir að ég ber einhverja ábyrgð á því hvern-
ig komið er fyrir mér. Ég er ekki að fullu ábyrgur enda getur hinn takmark-
að frelsi mitt eins og fram hefur komið. En nú er semsé komið að því að ég
endurheimti sjálfsveru mína í stað þeirrar hlutveru sem hinn hafði komið
mér fyrir í. En hvernig er það mögulegt fyrir mig að snúa vörn í sókn í sam-
skiptum mínum við hinn sem hefur hlutgert mig? Ég sit á stól, ég verð var
við að hinn fangar mig með augnaráði sínu, hann hlutgerir mig, ég finn að
ég roðna. Hvernig get ég komið mér út úr þessari aðstöðu? Ætla mætti að
það eina sem ég gæti gert væri að koma mér í burtu, en það kann að duga
skammt því að hinn gæti allt eins tekið upp á því að veita mér eftirför.
Ekki fyrr en ég hef meðvitað áttað mig á og viðurkennt stöðu mína gagn-
16
17
Sama rit, s. 606; ensk útg., s. 671.
Jean-Paul Sartre, Tilvistarstefnan er mannhyggja, þýð. Páll Skúlason (Hið íslenska bókmennta-
félag 2006, væntanleg).