Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 161
Tilurð ogformgerð"ogfyrirbœrafræðin
159
að loka þessari formgerð sé merkingarleysan sjálf: A) Noesis og noema, sem
eru ætlandi þættir formgerðarinnar, greina sig hvort frá öðru í því að noema
tilheyrir ekki vitundinni i raun. I vitundinni almennt er þáttur sem tilheyrir
henni ekki í raun. Hér er á ferð hið erfiða úrlausnarefni, sem skiptir jafnframt
sköpum, um það hvernig noema er ekki raunverulegur {reelt) hluti vitundar-
innar.15 I krafti þess að vera það sem gerir viðfangið hlutlægt, merking við-
fangsins og það sem hluturinn er „í sjálfum sér“ fyrir vitundina, er noema
hvorki hinn afmarkaði hlutur sem sh'kur í frumstæðri tilvist sinni (noema er
einmitt ásýnd þessarar frumstæðu tilvistar), né heldur er það „í raun“ alger-
lega huglægur þáttur úr því að það birtist óvéfengjanlega sem viðfang fyrir
vitundina. Það tilheyrir hvorki heiminum né vitundinni heldur er það heim-
urinn eða hluti af heiminum fyrir vitundina. Eflaust verður það ekki með
réttu leitt í ljós nema út frá ætlandi vitund en það þiggur þó ekki frá henni
það sem nefna mætti með líkingamáli, og án þess að hlutgera vitundina,
„efnivið" þess. Það að noema skuli í raun ekki tilheyra neinu svæði, hvað þá
frum-svæðinu [l’archi-région], þetta óstýrilæti þess gagnvart frumlægninni
og upprunanum, þetta stjórnleysi [anarchie\ þess er sjálf frumrót hlutlægni
og merkingar, forsenda þess að hlutlægni og merking sé möguleg. Þessu
flökkueðli noema-sins, þessari opnun gagnvart því sem er „í sjálfu sér“ í ver-
unni og gagnvart afmörkuninni á heild allra svæða yfirhöfuð, verður ekki lýst
með nákvæmum og einfóldum hœtti út frá tiltekinni og afmarkaðri svæðis-
bundinni formgerð. Af þessum sökum kann forskilvitleg afturfærsla (að svo
miklu leyti sem hún verður að halda í einkenni eðlisformlegrar afturfærslu til
að tryggja að menn viti um hvað málið snýst og til að forðast raunhyggjulega
og altæka hughyggju) að virðast tvöföld í roðinu, þar eð hún veitir eftir sem
áður aðgang að afmörkuðu svæði, og þá gildir einu hvaða sérréttinda hún
naut þegar til hennar var stofnað. Ætla mætti að þegar fallist hefur verið á
það afdráttarlaust að noema sé ekki raunverulegt hefði verið eðlilegast að um-
breyta gjörvallri aðferð fyrirbærafræðinnar og gefa hvers kyns forskilvitlega
hughyggju upp á bátinn, að ógleymdri afturfærslunni. En hefði það þá ekki
dæmt menn til þagnar - sá möguleiki er að vísu alltaf fyrir hendi — eða að
minnsta kosti til að gefa upp á bátinn ákveðinn strangleika sem aðeins verð-
ur tryggður með eðlisformlegri og forskilvitlegri takmörkun og tiltekinni
,,svæðaskiptingu“? I það minnsta er sú staðreynd að opnunin er forskilvitleg
í senn uppruni og upplausn sérhverrar formgerðar og hvers kyns kerfisbund-
innar formgerðarstefnu, skilyrði þess að hún er möguleg og um leið á ákveð-
inn hátt sú staðreynd að hún er ómöguleg. - B) Noema er sem sagt óraun-
verulegur þáttur í ætlandinni, en hylé er á hinn bóginn raunverulegur þáttur
í upplifuninni sem er ekki-ætlandi. Hylé er hið skynjanlega efni skynhrifanna
(sem er upplifað en ekki hlutverulegt) sem kemur til áður en ætlandin blæs
í það lífi og ljær því form. Þetta er sú endastöð þar sem algjör óvirkni ríkir,
sú ekki-ætlandi sem vitundin þarf á að halda til að geta tekið við því sem er
15
Sbr. Husserl, Ideen I, einkum 3. og 4. kafla í III. hluta.