Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 176
174
Geir Sigurðsson og Ralph Weber
Sá „vandi" hvernig beri að skilgreina konfiisisma hefiir jafnvel orðið svo
mikill að vöxtum að sumir hafa freistast til að gefa í skyn að lausn vandans
felist hreinlega í því að eyða viðfangsefninu sem sh'ku. Kínafræðingurinn Pet-
er Bol hefiir til dæmis haldið því fram að hugtakið „konfusismi“ hafi verið
fundið upp á Vesturlöndum með það fyrir augum að unnt verði að skilgreina
og fjalla um tiltekið fyrirbæri sem tilheyri fortíð Kína en sé engan veginn
samheiti kínverskrar menningar.24 Vissulega hefur Bol rétt fyrir sér í þeirri
(raunar nokkuð ófréttnæmu) ábendingu sinni að „konfusismi" og „kínversk
menning" séu ekki samheiti. En við erum ósammála honum um það að
„konfiisismi" vísi einungis til vestræns hugtaks - í Kína er hugtakið rujia haft
um það sama og „konfiísismi“ hér. Það er hin langa saga kínverskrar menn-
ingar, samlögun hennar við aðra menningarstrauma og umfram allt tilhneig-
ing hennar til að blandast þeim sem gert hefur að verkum að erfitt er að vísa
til konfusisma almennt og án þess að tilgreina tiltekin sjónarmið, tímabil eða
jafnvel einstaka hugsuði. Frá annarri öld f.Kr. og allt fram á tuttugustu öld var
heimspeki konfósismans, hér um bil óslitið, ríkjandi heimspeki í Kína. Með
hliðsjón af hinni almennu tilhneigingu kínverskrar menningar að hræra sam-
an stefnum og straumum er ljóst að það sem við köllum „konfósisma" getur
haft ótalmargar tilvísanir. Þess vegna ber að varast að „hlutgera" konfósisma
eða heimfæra upp á hann einhvers konar „eðli“, heldur þarf að taka tillit til
þess að í tímans rás var hann stöðugum breytingum undirorpinn og háður
tímabilum, kringumstæðum og mannlegri sköpunargáfo.25 Þar með er ekki
sagt að draga verði í efa að unnt sé að telja konfósisma sjálfri sér samkvæma
heimspeki, heldur knýr þetta okkur til aukinnar varkárni þegar við beitum
merkimiðum til að afmarka tiltekna hugmyndastrauma kínverskrar hugsun-
ar, því það virðist nánast „altækt" einkenni þeirra að vera sveigjanlegir og
streitast gegn öllum tilraunum til að njörva þá niður.26
Hvers vegna skyldi hin kínverska hugmynd um túlkun vera svo frábrugð-
in hinni vestrænu? Þótt þessari spurningu verði ekki svarað með einföldum
hætti má finna vísi að svari í viðhorfi Kínverja til eigin hefðar. Lýsandi full-
trúi fyrir þetta viðhorf er heimspekingurinn Lu Jiuyuan (1139-1193) sem
um og fáguðum heimsfræðikerfum sínum. Frá og með Zhu Xi og allt þar til síðasta keisara-
veldið féll í upphafi tuttugustu aldar var heimspeki nýkonfiísismans ríkjandi á nánast öllum
sviðum kínversks samfélags og raunar víðar í Asíu.
24 Tu Wei-ming, Milan Hejtmanek og Alan Wacliman, The Confucian World Observed. A Con-
temporary Discussion of Confucian Humanism in East Asia (Honolulu: The East West Center,
1992), s. 5.
25 Sérstaklega er tekið á sögulegum sveigjanleika konfusisma í eftirfarandi greinasafni sem ritstýrt
er af Kai-wing Chow, On-cho Ng og John B. Henderson, Imagining Boundaries. Changing
Confucian Doctrines, Texts, and Hermeneutics (Albany: State University of New York Press,
1999).
26 Eins og nærri má geta gekk þetta þó ekki alltaf eftir. Flestar ef ekki allar áhrifaríkar heimspeki-
og trúarbragðastefnur hafa þurft að þola viðleitni til stofnana- og kerfisbindingar, annað hvort
af stjórnmála- eða uppeldisástæðum, og var konfúsismi þar engin undantekning. Um slíka við-
leitni er einnig fjallað í greinasafni Kai-wing Chows o.f\., Imagining Boundaries. I dag má eink-
um líta á tilraunir menntamanna til að hlutgera konfúsisma sem fastmótaða stefnu með stein-
gerðar grunnkenningar, oft í því skyni að setja hann fram sem afturhaldssama og úrelta
fornaldarstefnu.