Hugur - 01.01.2006, Blaðsíða 177
Að fara út veginn
75
einnig er þekktur undir höfiindarnafni sínu Lu Xiangshan. Lu gerði óvenju
skýra grein fyrir því hvernig samskiptum við hefðina er háttað þegar hann
sagði að „rétt eins og sígildu ritin sex túlka mig þá túlka ég sígildu ritin sex
(liu jing zhu wo, wo zhu liu jing).“27 Þetta kallast nokkuð skemmtilega á við
þá staðhæfingu Derrida að „hrein skynjun" sé ekki til: „við erum skrifuð um
leið og við skrifum - af valdinu innra með okkur sem ávallt hefur eftirlit með
skynjun okkar.“28 Hér eru Derrida og Lu báðir að benda á gagnkvæmt sam-
band okkar við menningararfleifðina: Rétt eins og ég skilyrði eigin skrif þá
er ég jafnframt skilyrtur af því sem áður hefur verið skrifað. „Valdið innra
með okkur“ er menningarhefðin (eða hefðirnar) sem við höfum tekið í arf og
gæða skynjun okkar stefnu og merkingu. En þegar allt kemur til alls þá er
það samt ég sem túlka sígildu ritin sex og tek þar með þátt í stöðugri mót-
un hinnar menningarlegu orðræðu, tek þátt í að ryðja „veginn“ fram á við.
Fyrir meira en 2500 árum setti Konfusíus hugsanlega fram sterkustu útfærsl-
una á þeirri tilhneigingu sem hér hefur verið lýst: „Það er manneskjan sem
færir út veginn, ekki vegurinn sem færir út manneskjuna (ren neng hong dao,
fei dao hong ren).“29 Hvort sem við skiljum hið afar margræða orð „veginn“
(dao) í þessu tilliti sem mannlega smíði á borð við „kenningar" og „menn-
ingu“ eða sem heimsfræðilegt hreyfimynstur veraldarinnar, þá er Konfusíus
að minna okkur á að sem mannlegir einstaklingar sem lifa, hugsa og athafna
sig megum við ekki láta „veginn", eins og hann kemur okkur fyrir sjónir á til-
tekinni stundu, skilyrða okkur að fiillu - við megum hvorki gefa okkur með
öllu á vald hefðarinnar né náttúruaflanna - heldur erum við ábyrg fyrir því
að vinna áfram við hann (færa hann út eða þróa hann) og/eða laga hann að
aðstæðum samtímans: að túlka og að skilja er jafnframt að þróa. Það er með
þessum hætti sem kínversk túlkunarfræði teygir sig í átt til fortíðarinnar í því
skyni að færa samtímann út til framtíðarinnar.
Sam-sköpun - eða hugsað útfyrir tvíhyggju
hugveru og hlutveru
Nú kann svo að virðast að í setningu Konfusíusar hér að ofan sé að verki tví-
hyggja þar sem mannverunni og veginum er stillt upp sem andstæðum. „Það
er manneskjan sem færir út veginn" gæti gefið til kynna að hér sé hugvera að
fást við hlutveru. Slík túlkun væri raunar reist á tveimur hugtakatvenndum
þar sem í senn væri gert ráð fyrir því að hugveran orkaði á hlutveruna (hlut-
lægni/huglægni) og því að sjálfið væri gerandi og hluturinn þolandi
(virkni/óvirkni). En með þessu væri setningin slitin úr menningarlegu sam-
27 Lujiuyuan, Xiangshanyulu [Skrásett ummœtiMeistara Xiangshan\ (Jinan: Shandong youyi chu-
banshe, 2000), s. 24.
^ Jacques Derrida, L'écriture et la différence (París: Éditions du Seuil, 1967), s. 335.
Lunyu zhijie [Samræður Konfúsíusar meh ritsiýringu] (Hangzhou: Zhejiang yishu chubanshe,
1997), 15.29.