Hugur - 01.01.2006, Síða 114
112
Björn Þorsteinsson
tveimur skautum ætlandinnar, þ.e. vitund og viðfangi. Til að lýsingin megi
verða hrein, en sú er hin endanlega ætlun Husserls, þarf í senn að beita vit-
undina og viðfangið þeirri aðgerð sem Husserl nefndi afturferslu (Redukt-
ion). Nánar tiltekið er um tvenns konar aðgerðir að ræða, sem þó eru ná-
tengdar. Þegar afturfærslan beinist að vitundinni sérstaklega er markmiðið
að „flysja af‘ alla tilfallandi þætti í henni, þ.e. hvers kyns einstaklingsbundin
skilyrði, og ná að lokum stigi hreinnar vitundar sem Husserl kenndi einnig
við forskilvitlegt sjálf {transzendentale ego). Þessi liður afturfærslunnar nefnist
því forskilvitleg afturfœrsla (transzendentale Reduktion). Þegar sjónum er beint
sérstaklega að viðfanginu er markmiðið á hinn bóginn að skilja frá hvert það
atriði sem er tilfallandi við hina tilteknu upplifun, og komast þannig að
hreinu eðli (eða eðlisformi) viðfangsins. Hér er því talað um eðlisformlega aft-
urferslu (eidetische Reduktion). Heildarmarkmið afturfærslunnar er þannig að
draga fram hin algildu skilyrði - eða formgerðir - upplifana, hvaða nafni sem
þær nefnast: ytri skynjun, ímyndun, upprifjun, söknuður, ást, sársauki o.s.frv.
Þannig má segja að afturfærslan miði að því að komast af sviði raunhæfinga
yfir á svið rökhæfinga. Viðfangsefnið er eftir sem áður sú samþætting vit-
undar og heims sem frumstaðreyndin um ætlandina felur í sér — en þessa
samþættingu nefnir Husserl einnig samsetningu (Konstitution).12 Spurning-
in er þessi: hvernig eru hinar ólíku vitundarathafnir samsettar, hvernig setur
vitundin heiminn saman á hverju augnabliki og ljær honum þannig merk-
ingu - les í málið, ef svo má segja? Nánar tiltekið, hvernig leggur vitundin
sitt til málanna við tilurð þess heims sem í eru öll þau afmörkuðu viðföng
sem íyrir ber (manneskjur, fjöll, fuglar, bókstafir, langanir, skynjanir, farsímar,
hugmyndir, vefsíður o.s.frv.)? Það sem hér er við að fást reynist, þegar grannt
er skoðað - og eins og Derrida bendir á í grein sinni — vera hvorki meira né
minna en vandinn um „grundvöll hlutlægninnar" (154).
Fáeinum árum áður en Hugmyndir I komu út, þ.e. á árunum 1910-11,
sendi Husserl frá sér langa ritgerð í tveimur hlutum, Heimspeki sem ströng
vísindi (Bhilosophie als strenge Wissenscha.fi), þar sem hann gerir atlögu að
náttúruhyggju og sögustefnu.13 Sér í lagi beinir hann spjótum sínum að
hinni svonefndu heimssýnarspeki (Weltanschauungsphilosophie) Wilhelms
Dilthey (1833-1911). Eins og fyrri daginn snúast ásakanir Husserls um að
umræddar kenningar leiði óhjákvæmilega til afstæðis- og efahyggju. Hinn
aldni Dilthey andmælti að vísu þessari atlögu Husserls og taldi hugmyndir
sínar ekki ofiirseldar náttúruhyggju eins og látið var í veðri vaka. Derrida
veitir þessari deilu nokkra athygli í grein sinni og tengir hana einnig við
gagnrýni Husserls á skynheildarsálfræði (Gestaltpsychologie). Andóf Husserls
gegn öllum þessum stefnum felst í því að benda á að þær vanræki þann
greinarmun á hugsjón og raunveruleika sem koma þurfi til svo unnt verði að
12 Erfitt er að fanga margræðni þýska orðsins, sem raunar er alþjóðaorð, í einu íslensku orði. Aðr-
ar leiðir sem koma til greina eru orð eins og „stofnsetning", „myndun", „grunnlögn" o.s.frv.
13 Lesendum er bent á að sögustefnan kemur einnig nokkuð við sögu í grein Walters Benjamin
fremst í heftinu.