Hugur - 01.01.2006, Side 161

Hugur - 01.01.2006, Side 161
Tilurð ogformgerð"ogfyrirbœrafræðin 159 að loka þessari formgerð sé merkingarleysan sjálf: A) Noesis og noema, sem eru ætlandi þættir formgerðarinnar, greina sig hvort frá öðru í því að noema tilheyrir ekki vitundinni i raun. I vitundinni almennt er þáttur sem tilheyrir henni ekki í raun. Hér er á ferð hið erfiða úrlausnarefni, sem skiptir jafnframt sköpum, um það hvernig noema er ekki raunverulegur {reelt) hluti vitundar- innar.15 I krafti þess að vera það sem gerir viðfangið hlutlægt, merking við- fangsins og það sem hluturinn er „í sjálfum sér“ fyrir vitundina, er noema hvorki hinn afmarkaði hlutur sem sh'kur í frumstæðri tilvist sinni (noema er einmitt ásýnd þessarar frumstæðu tilvistar), né heldur er það „í raun“ alger- lega huglægur þáttur úr því að það birtist óvéfengjanlega sem viðfang fyrir vitundina. Það tilheyrir hvorki heiminum né vitundinni heldur er það heim- urinn eða hluti af heiminum fyrir vitundina. Eflaust verður það ekki með réttu leitt í ljós nema út frá ætlandi vitund en það þiggur þó ekki frá henni það sem nefna mætti með líkingamáli, og án þess að hlutgera vitundina, „efnivið" þess. Það að noema skuli í raun ekki tilheyra neinu svæði, hvað þá frum-svæðinu [l’archi-région], þetta óstýrilæti þess gagnvart frumlægninni og upprunanum, þetta stjórnleysi [anarchie\ þess er sjálf frumrót hlutlægni og merkingar, forsenda þess að hlutlægni og merking sé möguleg. Þessu flökkueðli noema-sins, þessari opnun gagnvart því sem er „í sjálfu sér“ í ver- unni og gagnvart afmörkuninni á heild allra svæða yfirhöfuð, verður ekki lýst með nákvæmum og einfóldum hœtti út frá tiltekinni og afmarkaðri svæðis- bundinni formgerð. Af þessum sökum kann forskilvitleg afturfærsla (að svo miklu leyti sem hún verður að halda í einkenni eðlisformlegrar afturfærslu til að tryggja að menn viti um hvað málið snýst og til að forðast raunhyggjulega og altæka hughyggju) að virðast tvöföld í roðinu, þar eð hún veitir eftir sem áður aðgang að afmörkuðu svæði, og þá gildir einu hvaða sérréttinda hún naut þegar til hennar var stofnað. Ætla mætti að þegar fallist hefur verið á það afdráttarlaust að noema sé ekki raunverulegt hefði verið eðlilegast að um- breyta gjörvallri aðferð fyrirbærafræðinnar og gefa hvers kyns forskilvitlega hughyggju upp á bátinn, að ógleymdri afturfærslunni. En hefði það þá ekki dæmt menn til þagnar - sá möguleiki er að vísu alltaf fyrir hendi — eða að minnsta kosti til að gefa upp á bátinn ákveðinn strangleika sem aðeins verð- ur tryggður með eðlisformlegri og forskilvitlegri takmörkun og tiltekinni ,,svæðaskiptingu“? I það minnsta er sú staðreynd að opnunin er forskilvitleg í senn uppruni og upplausn sérhverrar formgerðar og hvers kyns kerfisbund- innar formgerðarstefnu, skilyrði þess að hún er möguleg og um leið á ákveð- inn hátt sú staðreynd að hún er ómöguleg. - B) Noema er sem sagt óraun- verulegur þáttur í ætlandinni, en hylé er á hinn bóginn raunverulegur þáttur í upplifuninni sem er ekki-ætlandi. Hylé er hið skynjanlega efni skynhrifanna (sem er upplifað en ekki hlutverulegt) sem kemur til áður en ætlandin blæs í það lífi og ljær því form. Þetta er sú endastöð þar sem algjör óvirkni ríkir, sú ekki-ætlandi sem vitundin þarf á að halda til að geta tekið við því sem er 15 Sbr. Husserl, Ideen I, einkum 3. og 4. kafla í III. hluta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.