Hugur - 01.01.2006, Síða 178
176
Geir Sigurðsson og Ralph Weber
hengi, og jafnframt verður hún á skjön við þá gagnkvæmnishugsun sem Lu
Jiuyuan tjáir í staðhæfingu sinni um samband „mitt“ við sígildu ritin sex.
Breski Kínafræðingurinn Angus C. Graham hefur bent á eftirfarandi: ,A-
meðal þekktari alhæfmga um kínverska hugsun er sú að í henni stangist and-
stæður vanalega ekki á, heldur bæti hvor aðra upp, eins og í kerfi af taginu
yin-yang. Þessi hugmynd hefiir fengið byr undir báða vængi með þeirri til-
gátu Derrida að ,rökmiðjuhefð‘ vestrænnar menningar hafi að geyma keðju
andstæðna þar sem við leitumst við að útrýma B til að festa A í sessi, þ.e.
táknmið/táknmynd, talmál/ritmál, reynd/sýnd, náttúra/menning, líf/dauði,
gott/illt.“30 Hér virðist mega bæta við hugtakatvenndunum virkni/óvirkni og
hlutlægni/huglægni sem dæmigerðum andstæðupörum vestrænnar orðræðu.
Hugtakatvenndin hlutlægni/huglægni fellur raunar ekki ýkja vel að hinum
dæmunum, því á vissum tímabilum vestrænnar heimspekisögu hefur til-
hneigingin verið sú að halda á lofti hlutverunni á kostnað hugverunnar en á
öðrum tímaskeiðum hefur hugverunni verið hampað. Átök þessi hafa þó allt
frá upphafi borið merki um þá ráðandi tilhneigingu að hugsa innan ramma
andstæðunnar „hugvera-hlutvera" og það er einkum fyrir tilstilli heimspek-
inga á borð við Nietzsche, Heidegger og Derrida að vafasamur grundvöllur
og sögulegt afstæði hennar hafa komið til tals. Hugsuðir innan alls kyns
fræðigreina hafa gengið (og ganga enn) að ótvíræðu gildi þessarar hugtaka-
tvenndar vísu og leggja hana til grundvallar þegar leitast er við að setja sam-
an kenningar og lýsingar á veruleikanum. Nú á dögum á hugtakatvenndin
sér tvímælalaust einnig stað sem andstæða í hugarfylgsnum kínverskra
„barna upplýsingarinnar“. En heimspekisögulegt yfirlit yfir þá orðræðu sem
tekið hefur á samspili manneskjunnar og vegarins í kínverskri hefð leiðir í
ljós að þar hafa önnur viðmið ráðið ferðinni. Ef marka má Graham - og við
teljum fulla ástæðu til þess - leiða þessi viðmið öðru fremur til þess að and-
stæðurnar bæti hvor aðra upp en stangist ekki á.
Hvernig ber að skilja það að andstæðurnar „bæti hvor aðra upp“? Hér
mætti leita til Davids Hall og Rogers Ames sem hafna því algenga viðhorfi
til hugtakanna yin og yang að þau séu ósamrýmanleg (útiloki hvort annað),
feli hvort annað í sér (sem gagnstæður) og myndi þannig eina heild (spanni
í sameiningu gjörvallt merkingarsvið þess sem þau taka til).31 Hið sama
mætti segja um samband manneskjunnar og vegarins. Rétt eins og í tilfelli
yin og yang er engin rökleg nauðsyn fyrir því að manneskjan og vegurinn
bæti hvort annað upp. Samband þeirra markast fremur af því sem Hall og
Ames hafa, eins og kínverski heimspekingurinn Tu Wei-ming, kallað „sam-
sköpun“ (co-creativity eða co-creativeness). Við skulum nú taka fyrir nokkra
áhugaverða þætti sem lúta að þessari sam-sköpun. Umfjöllun okkar er ætlað
að rjúfa hefðbundinn ramma hins hlutlæga og hins huglæga og við munum
30 A.C. Graham, „Reflections and Replies", Chinese Texts and Philosophical Contexts. Essays Ded-
icated toAngus C. Graham, ritstj. Henry Rosemont Jr. (La Salle: Open Court, 1991), s. 286-7.
31 David L. Hall og Roger T. Ames, Anticipating China. Thinking through the Narratives of Chin-
ese and Westem Culture (Albany: State University of New York Press, 1995), s. 260-261.