Hugur - 01.01.2006, Page 127

Hugur - 01.01.2006, Page 127
Ritgerðin endalausa 125 Megineinkenni frumspekilegra kenninga, samkvæmt Heidegger, felst ein- mitt í því að þær leitast við að öðlast fræðilega stjórn á öllu sem er og þannig missa þær sjónar á Verunni sjálfri sem er frábrugðin öllu sem er. A þeirri tækniöld sem nú ríkir hefiir þessi stjórn náð hámarki og teygir anga sína um alla tilveruna. I síðari verkum sínum hverfur Heidegger alfarið frá hinum frumspekilega orðaforða og reynir að móta leið til að hugsa um Veruna án allrar frumspeki, leið sem gæti vakið okkur af draumnum um að stjórna öllu á fræðilegan eða tæknilegan hátt. Þó að Derrida standi að mörgu leyti nærri Heidegger fellst hann ekki á hugmyndina, sem er Heidegger svo hugstæð, um Veruna sem býr handan allra vera. Þrátt fyrir að Derrida líti ekki á verufræðilega muninn á Verunni og því sem er sem grundvallaratriði samþykkir hann hugmyndina um mis- mun sem undirstöðu hugsunar okkar og skrifa. En mismunurinn er að vísu harla undarleg undirstaða, því um leið og Derrida segir okkur að hann liggi til grundvallar bætir hann því við að ekkert liggi til grundvallar, eða öllu heldur að ómögulegt sé að festa fingur á nokkru því sem kalla mætti grund- vallarhlutinn, hvort heldur í raunveruleikanum eða hugsun okkar um hann. Af þessum sökum er mismunur ekki hugtak í venjulegum skilningi, hann á sér ekkert innihald sem greina mætti eða skýra. Hann vísar svo að segja til ákveðins millibils, hyldýpis sem gerir okkur mögulegt að hugsa um veruleik- ann, eða hvað sem vera skal, án þess þó að þar með verði mögulegt í reynd að ná taki á einhverju sem væri algjörlega fastákvarðað eða stöðugt. Afþessu má sjá að heimur Derrida, að því gefnu að við komumst nokkurn tímann inn í hann, minnir á þann veruleika sem Herakleitos lýsti, þar sem allt er breytingum undirorpið, allt er á hreyfingu, ekkert er eins og það var eða eins og það verður, þar sem allt er frábrugðið því sem það er, þar sem skilafresturinn (différance - mismunurinn/töfin) gerir „veruleikanum" kleift að birtast á ný, óþekktur, ótilgreindur. Veruleikinn er atburður, hann er eitt- hvað sem á sér stað og kemur til okkar, rétt eins og uppruni allra hluta, upp- runi veruleikans sjálfs, búi í framtíðinni sem enn er ókomin en er stöðugt að verða til. Endalokum alls er frestað, svo að segja, og ástæða er til að óttast að þessari ritgerð muni heldur aldrei ljúka! Að hugsa í heimi Derrida held ég að fæli í sér að hætta að bíða eftir Godot, en bíða þó og hlusta á það sem koma skal. Snúum okkur nú að hinu síðarnefnda hugtaki Heideggers, niðurrifi þeirra smíðisgripa og bygginga sem frumspekin hefur komið sér upp af mikilli kostgæfni. Derrida færði sér þessa niðurrifshugmynd í nyt og lagaði hana að markmiðum sínum. Ur varð hugtakið afbygging (déconstruction) sem varð að allsherjar yfirskrift þess sem Derrida fæst við. Og þar með erum við komin að þriðju og síðustu ástæðunni sem mig langaði að taka til umfjöllunar og getur orðið okkur að liði við að skilja vandann að komast inn í Derrida: hvað er hann eiginlega að bauka, hvað hefur hann í hyggju í heimspeki sinni? Vegna hugmyndar hans um rökmiðjun sem hinn ráðandi heimspekilega stíl frá Platoni til Heideggers virðast sumir halda að Derrida sé ekki lengur að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.