Helgafell - 01.12.1942, Side 26

Helgafell - 01.12.1942, Side 26
304 HELGAFELL brekku, og það verður brátt Ijóst, að þetta bæjarnafn hefur sama gildi menn- ingarsögulega séð sem Lundur í Hnjóskadal. Geiri, sonarsonur Bárðar, bjó að Lundum í Fljótshverfi. í þessu síðara landnámi Gnúpa-Bárðar var og fyrrum bær með nafninu Lundur — þar var kirkja í kaþólskum sið. Auk þessara tveggja Lunda, sem nefndir hafa verið, telur Finnur Jónsson í bæjanafnaritgerð sinni upp Lund í Holtshreppi, Lund í Lverárhlíðarhreppi og Lund í Lundarreykjadal. Sá bær hefur frá fornu kirkjustaður verið. Fleiri fornbýli með þessu heiti munu ekki kunn. Lundur í Holtshreppi liggur rétt hjá Knappsstöðum, heimkynni landnámsmannsins Þórðar knapps. Hann er ásamt Þormóði ramma á Siglunesi berlega sænskur talinn í Hauksbók. — Skammt frá Lundi í Þverárhlíðarhreppi var bústaður Hrómundar, fóstur- bróður Ingimundar gamla, en að Lundi í Lundarreykjadal bjuggu í heiðni niðjar Gríms hins háleygska. Hann var einnig fósturbróðir Ingimundar, en bróðir Hrómundar. Frá Grími var komin Þorlaug gyðja, kona Odda Yrar- sonar, og er hún talin systir Kjallaks Hrólfssonar að Lundi. Skal þess um leið minnzt, að af þætti Geirmundar heljarskinns mátti ráða það, að hinir fornu Skarðverjar, ættmenn Odda, hafi haft átrúnað á reynilundi nokkrum heima að Skarði. Um Lundarbæina þarf ekki frekar að orðlengja. Þeir virð- ast allir vera þar í sveit komnir, sem vænta mátti frjósemisdýrkunar og aust- rænna menningaráhrifa í ríkum mæli. Það hafa bersýnilega verið fleiri land- námsmenn en Þórir snepill einn, sem ,,blótuðu lunda". Þá er að minnast Glúms Geirasonar. Hann er eina hirðskáldið, sem með nokkru móti getur talizt með Austurlandsskáldum. Eftir hann eru 17 af þeim 26 vísum frá 10. og 11. öld, sem Austurland á, í hinu mikla fornkvæða- safni. Vafalaust hafa Ijóð hans ekki varðveitzt á Austurlandi, enda naum- ast nokkru sinni verið þar kunn. í Reykdælasögu er Geiri, faðir Glúms skálds, kallaður austmaður, og er það furðu einkennilegt viðurnefni á landnáms- manni. Geiri á aðeins tvo nafna hérlendis í heiðni, sem kunnugt er um, Geira, sonarson Gnúpa-Bárðar, er fyrr var nefndur og Geira, son Geir- dísar í Holti, sem líklega hefur verið af ætt Friðleifs hins gauzka landnáms- manns í Holti. Frá landnámsöld er aðeins einn maður þekktur með viður- nefninu „austmaður". Það er Eyvindur austmaður, faðir Helga magra, en hálfbróðir Þrándar mjögsiglanda. „Eyvindur var því kallaður austmaður, að hann kom austan af Svíaríki vestur um haf‘‘, segir í Hauksbók. Skýringin er sjálfsagt rétt, en jafnframt verður að ætla, að hún hæfi einnig viðurnefni Geira landnámsmanns. Af hinu sjaldgæfa viðurnefni er ef til vill hægt að draga þá ályktun, að lítið hafi kveðið að þátttöku manna í íslandsbyggð, sem komu beint hingað frá Svíaríki, en þar með er ekki sagt, að hlutdeild manna af austnorrænum ættum í landnáminu hafi verið lítil. Athugum viðurnefni Una hins danska. Hann var kynjaður úr Svíaríki, eins og Eyvindur aust- maður, en faðir Una ,,átti jarðir á Sjálandi". Þar hefur Uni alizt upp og því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.