Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 30
308
HELGAFELL
látum okkur sjá. Frá 9. og 10. öld eru kunn nokkur mannanöfn, sem enda
á „ormur“. Þau eru að því er E. H. Lind telur í nafnabók sinni þessi: Hall-
ormur, Ketilormur, RáSormur, Veðrormur og Þórormur. Það er fróðlegt að
athuga, hvar þau koma fyrir. Hallormur heitir tengdasonur Ingimundar gamla
og býr í Vatnsdal. Við Atlavík, heimkynni Graut-Atla, bróður Ketils þryms,
liggur HallormsstaSur. Fleiri Hallormsnöfn eru ekki kunn á íslandi, en eitt
í Noregi frá því um 1400. Ketilormur er maður nefndur í Droplaug-
arsona sögu og er einn um nafniS. Hann bjó við Lagarfljót, eins og Hall-
ormur sá, sem Hallormsstaður er við kenndur. VeSrormur Vémundarson,
vinur Ketils þryms, er og einn um nafn sitt. Hann bjó austur á Jamta-
landi, og sótti Ketill hann þangað heim. Þórormarnir eru þrír, sem hægt
er að staSfæra. Einn bjó í Þrumu á OgSum, hinu gamla heimkynni Ket-
ils þryms hins elzta, annar í Þórormstungu í Vatnsdal, og var bróðir Hall-
orms, tengdasonar Ingimundar, sá þriðji var frá RauSamel og dóttursonur
Tungu-Odds. Loks er það svo RáSormur landnámsmaður í Vétleifs-
holti, bróðir Jólgeirs. Vegna nafnanna hyggur Lind þá bræður helzt
hafa austnorræna verið. Lind nefnir úr Noregi þessi ,,orm“-nöfn, auk þeirra,
sem áður voru talin: LandormsstaSir heitir bær í Veradal. Frá því byggðar-
lagi komu þeir Ketill þrymur og Graut-Atli. Frá lokum miðalda eru tveir Lind-
ormar kunnir, annar á Hálogalandi en hinn á Jamtalandi. Ætlar Lind að
LindormsnafniS muni vera ,,lánað“ frá SvíþjóS. Ég held það sé óhætt cið
segja hið sama um allan ,,orm“—nafnaflokkinn í heild. Hann hefur naumast
fest rætur í Noregi og virðist bundinn viS umhverfi þeirra fáu landnáms-
mannaætta, sem raktar hafa veriS til Nórs konungs úr Austurvegi.
Hugmyndin um komu Austurvegsmanna til Noregs, undir forystu Nórs,
fer nú að skýrast. Um hana er þátturinn: , .Hversu Noregur byggðist“ ofinn.
í einstökum ættum hérlendis hefur lifað minningin um hinn austnorræna
uppruna þeirra, þrátt fyrir þá almennu, og reyndar að vissu leyti eðlilegu,
söguskoðun, að þjóðin væri af norsku bergi brotin. Höfundurinn gerir ráð
fyrir hreinu nýlendunámi Austurvegsmanna í Noregi, og má nú aftur minna
á orðatiltæki Hornklofa: allvaldur Austmanna, austkylfur og austrænt man.
En auðvitað lætur höfundur þáttarins þetta landnám eða nýlendustofnanir
Austmanna sinna eiga sér staS löngu fyrir upphaf íslandsbyggðar. Hann hef-
ur haft fyrir sér ættartöluromsur, sem náðu langt aftur x forneskju. ViS fyrstu
liði þeirra miðar hann komu Austurvegsmanna til Noregs og tengir ættar-
tölurnar við Nór með ættliðum, sem bera það meS sér að vera einber tilbún-
ingur. Hve mikið af ættarakningum þáttarins er rugl og skáldskapur verSur
ekki sagt, en ,,orm“—nöfnin hníga aS því, að hin gamla hugmynd um aust-
norrænt hernám í Noregi sé ekki gripin úr lausu lofti.
ÞaS er nú að vísu svo, að engin ,,orm“nöfn hafa fundizt í ættbálki Geir-
mundar heljarskinns eða umhverfi hans. Þetta kemur ekki að sök, því að sízt