Helgafell - 01.12.1942, Side 48
Gunnar Gunnarsson:
Aragrúi manna hefur farið hringinn
í kringum Kreml, og það oft og mörg-
um sinnum, en fáir eða engir munu á
ekki lengra tímabili en frá miðnætti
til óttu hafa hringsnúizt í kringum
kjarna Moskvuborgar jafn oft og ó-
þreytandi og Símon Pétursson.
Þótt lygilegt megi virðast, þá kom
þetta til af því, að hann var orðinn úr-
vinda af þreytu. Þreytu hans varð ekki
með orðum lýst. í þrjár vikur sam-
fleytt hafði hann verið á ferð og flugi.
Meginið af þeim tíma hafði honum
verið snúið eins og þeytispjaldi fram
og aftur um flatneskjur Rússaveldis,
endalausar á alla vegu, meðal fólks,
sem hafði sér það til dægrastyttingar
að tala tungum og ekki átti sér í munni
eitt skiljanlegt orð. En þess á milli
hafði hann lallað undan sér lappirnar
upp að hnjám á sólþjáðum og rykug-
um strætum Leningráðu og Moskvu í
þvögu annarra meira og minna rót-
tækra stúdenta, danskra, sænskra og
norska. Já, og svo var landi hans. En
hann var guðfræðingur.
Þetta hefði allt saman verið þolan-
legt, ef félagar hans einnig hefðu tal-
að tungum ! Reyndar töluðu þeir spá-
mannlega, en orðin voru því miður
skiljanleg. Og belgurinn, sem þeir töl-
uðu í, botnlaus! . . .
Símon Pétur ! ávarpaði hinn þreytti
maður sjálfan sig, en þannig hafði
hann verið kallaður í skóla: Sá þjóð-
flokkur, sem þú tilheyrir, virðist hafa
týnt því niður að þegja, en á hinn bóg-
inn ekki lært að tala! Að minnsta
kosti ekki þannig, að ánægja sé á að
hlusta. Við skulum þegja fyrir þá alla !
Og Símon þagði. Þagði fyrir alla þá,
er með honum voru og langt fram yfir
það. Fyrir hann var það engum erfið-
leikum bundið. Honum var meðfætt að
þegja. Ef það er dyggð, þá kom fróm-
leiki hans í ljós einnig á annan hátt,
sem sé þann, að hann aldrei skarst úr
leik. Þögull sem steinninn fylgdi hann
félögum sínum eftir, út og inn um verk-
smiðjur, skóla, sjúkrahús, hressingar-
hæli, fyrirmyndarbú, betrunarstofnan-
ir, barnaparadísir, elliheimili, vöru-
miðlunarbúðir, betrunarstofnanir, fyr-
irmyndarbú, hressingarhæli, sjúkra-
hús, skóla, verksmiðjur — alltaf sama
hringinn. Drottinn minn dýri! . . .
Nálgast þetta ekki fullmikið mann-
rækt ? sagði hann við sjálfan sig — en
aðeins við sjálfan sig. Hann kærði sig
ekkert um að vera að tala upphátt og
heimska sig. En hann var standandi
hissa, því að allt, sem fyrir augun bar,
var svo ólíkt því, sem hann hafði búizt
við. Það var svo margt, sem hann ekki
skildi,
Ekki gat hann botnað í, að nokkur
maður skyldi nenna að vinna baki
brotnu til að framfleyta lífinu. Eða
vera veikur og láta hjúkra sér, — þá
heldur sálast hreinlega! Eða hlusta á
kenningar og lærdóm og lesa bækur
og stafróf. Satt að segja skildi hann