Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 48

Helgafell - 01.12.1942, Blaðsíða 48
Gunnar Gunnarsson: Aragrúi manna hefur farið hringinn í kringum Kreml, og það oft og mörg- um sinnum, en fáir eða engir munu á ekki lengra tímabili en frá miðnætti til óttu hafa hringsnúizt í kringum kjarna Moskvuborgar jafn oft og ó- þreytandi og Símon Pétursson. Þótt lygilegt megi virðast, þá kom þetta til af því, að hann var orðinn úr- vinda af þreytu. Þreytu hans varð ekki með orðum lýst. í þrjár vikur sam- fleytt hafði hann verið á ferð og flugi. Meginið af þeim tíma hafði honum verið snúið eins og þeytispjaldi fram og aftur um flatneskjur Rússaveldis, endalausar á alla vegu, meðal fólks, sem hafði sér það til dægrastyttingar að tala tungum og ekki átti sér í munni eitt skiljanlegt orð. En þess á milli hafði hann lallað undan sér lappirnar upp að hnjám á sólþjáðum og rykug- um strætum Leningráðu og Moskvu í þvögu annarra meira og minna rót- tækra stúdenta, danskra, sænskra og norska. Já, og svo var landi hans. En hann var guðfræðingur. Þetta hefði allt saman verið þolan- legt, ef félagar hans einnig hefðu tal- að tungum ! Reyndar töluðu þeir spá- mannlega, en orðin voru því miður skiljanleg. Og belgurinn, sem þeir töl- uðu í, botnlaus! . . . Símon Pétur ! ávarpaði hinn þreytti maður sjálfan sig, en þannig hafði hann verið kallaður í skóla: Sá þjóð- flokkur, sem þú tilheyrir, virðist hafa týnt því niður að þegja, en á hinn bóg- inn ekki lært að tala! Að minnsta kosti ekki þannig, að ánægja sé á að hlusta. Við skulum þegja fyrir þá alla ! Og Símon þagði. Þagði fyrir alla þá, er með honum voru og langt fram yfir það. Fyrir hann var það engum erfið- leikum bundið. Honum var meðfætt að þegja. Ef það er dyggð, þá kom fróm- leiki hans í ljós einnig á annan hátt, sem sé þann, að hann aldrei skarst úr leik. Þögull sem steinninn fylgdi hann félögum sínum eftir, út og inn um verk- smiðjur, skóla, sjúkrahús, hressingar- hæli, fyrirmyndarbú, betrunarstofnan- ir, barnaparadísir, elliheimili, vöru- miðlunarbúðir, betrunarstofnanir, fyr- irmyndarbú, hressingarhæli, sjúkra- hús, skóla, verksmiðjur — alltaf sama hringinn. Drottinn minn dýri! . . . Nálgast þetta ekki fullmikið mann- rækt ? sagði hann við sjálfan sig — en aðeins við sjálfan sig. Hann kærði sig ekkert um að vera að tala upphátt og heimska sig. En hann var standandi hissa, því að allt, sem fyrir augun bar, var svo ólíkt því, sem hann hafði búizt við. Það var svo margt, sem hann ekki skildi, Ekki gat hann botnað í, að nokkur maður skyldi nenna að vinna baki brotnu til að framfleyta lífinu. Eða vera veikur og láta hjúkra sér, — þá heldur sálast hreinlega! Eða hlusta á kenningar og lærdóm og lesa bækur og stafróf. Satt að segja skildi hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.