Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 50

Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 50
328 HELGAFELL anna. Nóg er sopið úr norræna pelan- um í bili! Hingað og ekki lengra. Við skulum líta á bæinn eigin augum stutta stund. Lifa og láta! Þetta var hetjuleg ákvörðun. En það voru allt annað en hetjulegar tilfinn- ingar, sem fylltu brjóst Símonar Pét- urssonar, þegar hann var að fara út úr fólksbílnum fyrir framan tröppurnar á Grand Hotel, í fylgd með félögum sín- um, en þar gisti ferðamannahópurinn. En þá bar svo vel í veiði, að vagnkarl með hest sinn og tvísætu stóð þar rétt hjá og beið eftir bráð. Það var allt annað en seinagangur á Símoni, þeg- ar hann snaraðist upp í hestvagninn. Hann hagræddi sér í sæti sínu, hálf- vandræðalegur á svipinn — því hvað í ósköpunum átti hann að segja við karl- inn. Hvernig átti hann að fara að því, að gera sig skiljanlegan ? En hann hafði aldrei á ævi sinni verið jafn ákveðinn. Þeir gætu reynt að sækja hann upp í vagninn! Kraftur orðsins mundi reynast þeim ómegnugur í þeim viðskiptum. Vagnkarlinn hafði setzt upp í fram- sætið, snúið sér til hálfs um öxul sinn og beðið átekta — hvert langaði mann- inn til að komast ? Hann var ósköp ró- legur, því ef vagngestinum lá ekki á, þá lá honum ekki á. En sá, sem ekki var rólegur, var guðfræðingurinn, landi Símonar — var Símon genginn af göfl- unum ? Hvert ætlaði hann, einn síns liðs ? Hva-hvað — hve-hvert ætlarðu — ma-maður — Sí-Símon ? óð á honum — og málhelti æskunnar brauzt aftur fram eins og jafnan, þegar honum varð mikið um. Ég vil sjá Rússaveldi, rauðkollur minn! anzaði Símon, ómálhaltur, og að vísu var rómurinn rámur, sem ekki var furða, þar sem hann lengi hafði verið látinn ónotaður, en honum óx hugur við að heyra sjálfan sig tala upp- hátt. Þetta var hans rödd og einskis annars! Einkarödd. Hann átti með að grípa til hennar, hvenær sem honum bauð svo við að horfa: Mig langar til að líta á landið! Heilsa upp á Gorkí! Skipta blæjum á þeim, sem kunna að þurfa þess með I Reka ráðsstjórnina — ef mér sýnist svo! Ferðafélagar Símonar stóðu sem steini lostnir. Hann var orðinn mæl- andi! Hvað gekk á ? Túlkurinn, sem talaði við þá þýzku, spurði um ferða- áætlanir Símonar. Guðfræðingurinn þýddi fyrir hann það, sem honum fannst frambærilegt af því, sem Sí- mon hafði sagt — ekkert var fjær Sí- moni sjálfum en að endurtaka orð sín á öðru máli. Túlkurinn vildi honum og öðrum allt til lags gera, en vissi ekki almennilega, hvað segja skyldi: Max- ím Gorkí var langt í burtu — á eyj- unni Krím, eftir því sem hann bezt vissi, — enda komið miðnætti . . . Þeir drepa þig, Símon — þeir skjóta þig sem njósnara! sagði guðfræðing- urinn og leizt ekki á blikuna. Drepa mig ? sagði Símon. Þeir geta ekki drepið mig! Ég er ódauðlegur. Veiztu það ekki, mannhundur ? Það má ganga fram af guðfræðing- um, jafnvel þeim, sem mestan eiga forðann af þolinmæði. Þessum var nóg boðið — hann fór sína leið, gekk inn í gistihúsið, bað um lykil sinn. Annars var Símon hættur að anza flónunum. Hættur að hlusta á heimsku- vell veraldarspóanna. Hættur að hlusta og farinn að tala. Þessa stund- ina var hann að tala við vagnkarlinn sinn, reyna að koma sér niður á, hvern- ig þeir hægast mættu gera sig skiljan- lega hvor öðrum. Það er til heimsmál utan allra tungumála, einkum ef skyld-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.