Helgafell - 01.12.1942, Side 53

Helgafell - 01.12.1942, Side 53
HRINGSÓL UM KREML 331 og loksins fór að grilla í Rússaveldi. Það hlaut að vera, að Rússaveldi væri til, þótt honum hingað til hefði ekki auðnazt að mæta því. Rússaveldi gat ekki verið aðeins endalausir landflák- ar, ómálga, óljós saga, óljós mann- fjöldi, óljós stefnumið. Sameinuð ör- lög — móða margstrauma ? Sjálfsagt það — eilíft, fallvalt líf, óþrotleg verð- andi . . . Og samt sem áður hægt að taka það í hönd sér og yfirlíta það í einu lagi. Rússland var í raun og veru hvorki ,,stærra“ eða óþrotlegra en — jæja, því ekki það, en ísland ! Það var aðeins það, að maður skildi það ekki, ef maður var fæddur hér, runninn af rótum lands og þjóðar, vanur veðri og árstíðum, meðeigandi sögu og siða frá aldaöðli, í stuttu máli: ekki var þáttur af því, sem fyrir augun bar. Því hvað þekkti hann af því, sem fyrir augun bar ? Hvað skildi hann ! Harla lítið — og ekki neitt . . . Þarna sat gullinn örn á gullnum hnetti . . . Eða hélt hann á hnettinum í klónum ? Líklega átti það að merkja það. Vald, með öðrum orðum; vald að ofan — eða neðan. Hvað sem það kost- aði! Blóð og tár voru sjálffærðar fórn- ir. Hispursskjaldarmerki íslands var fálkinn, rjúpnabaninn — ofurlítið í áttina. En þess raunverulega skjaldar- merki var flattur þorskur! Símoni þótti vænt um þorskinn. Þetta var gæf- ur fiskur og gjöfull í landssjóð og einka- Pyngjur. Honum rann í hug mynd, er hann hafði séð. Hún var af torginu hérna, Rauða torginu, tekin á tíu ára afmæli byltingarinnar. Á þessari næturstund, er honum hafði skolað í land við rætur Kremlínar, var torgið autt, að frátöld- um verðinum, vagnkarlinum og klár hans aldurhnignum, sem allir voru jafn ómálga — að skiljanlegu máli. En þann dag, sem myndin var tekin, hafði fólksstraumurinn runnið, eins og stríð elfur, yfir torgið, ómælanlegur fjöldi af Iífverum á framrás, blóð, hitað upp af æsingi og ástríðum, af skammvinnum eða langvarandi löngunum og þrám, af eyðilegri lífsergi og lífsvilja í blóma sínum, unglingar og öldurmenni, börn, nýkomin út um hinar blóðugu dyr, og gamalmenni, sem, ef þau hnytu, mundu hnjóta fyrir grafarbakkann, líf í leysingu, óþrotlegt: — ein — tvær — þrjár milljónir... . Þrjár milljónir ! Yf- ir sama torgið — á einum degi. Og hver einstakur átti sér eigið líf, eigin örlög. Og Símon Pétur þekkti ekki eina einustu af öllum þessum þremur milljónum. Varðmaðurinn stóð með byssu á öxi, vagnkarlinn með efaviprur í skegginu hafði hann viknað, ókunnugi maður- inn ? . . . Já, hann hafði tár í augun- um, að því er virtist. Þessi ómálga vera frá einhverju afarfjarlægu og algerlega framandi landi, þessi meðbróðir, sem um stutta stund hafði ífærzt holdi og blóði veruleikans, gægzt fram úr forn- eskju fjarlægðar og tíma — hann hafði viknað ! Viknað við gröf Lenins . . . Varðmaðurinn — — bauð honum vindling: honum datt ekkert betra í hug. Hann fór dálítið hjá sér. Símon þakkaði honum og kveikti í vindlingn- um. En nú stóðst hann ekki lengur mátið. Hann sveiflaði hendinni hálf hrana- lega: Hringinn í kringum Kreml! . . . Vagnkarlinn klifraði upp í sæti sitt og hottaði á drógina. Og þarna ók Símon Pétur. Kremlín- borg sýndi honum kastalaveggi sín? upp aftur og upp aftur frá öllum hlið- um; og hann athugaði þá gaumgæfi- lega, hafði ekki augun af þeim frek- ar en júlímáninn og varð því sælli í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.