Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 69
UNDIR JÖKLI 347
hafa fiskað á. Og vér skulum vona, að enn muni þar eigi ,,fiskr bresta, ef
til er sótt“.
,,Þar mun grá glitta“ hefur Finnur Jónsson í 3. vísuorði. Ernst A. Kock
hefur bent á það, að kvenkynsmyndin ,,grá“ á illa við í þessu sambandi,
og er það rétt. Vill hann breyta því í ,,grár" eða ,,grátt“ og telur, að þeu: sé
átt við „gráan þorskinn", er glitti á í sjónum. í sjómannamáli er ,,sá grái“
nafn á hákarlinum, en þorskurinn er nefndur ,,sá guli“, og getur 9Ú mál-
venja verið œvaforn, og Grímsmið hefur sjálfsagt aldrei verið hákarlamið.
Handritin hafa, öll nema eitt, ,,gaur“ í stað ,,grá“. Gaur virðist geta þýtt
í þessu sambandi stór þorskur, golþorskur, og virðist sá lesháttur vel fá
staðizt.
Samkvæmt þessu ætti fyrri hluti vísunnar að vera á þessa leið:
R6a skaltu fjall FirSa
fram á lög stirðan,
þar mun gaurr glitta,
ef vilt Grfmsmið hitta.
Hvamminn, sem Nesið á að bera í, nefna handritin ýmist Hrakhvamm
eða Hjúkhvamm. Nú á tímum er hann ýmist nefndur Hrakhvammur eða
Hregghvammur. Hann er norðan- og neðanvert við Búrfell, en að vestan-
verðu við Hólmskelsá.
Skemmtilega er komizt að orði, er sá, sem vísan er kveðin til, er nefnd-
ur „norpr inn nefskammi". Norpur er skylt sagnorðinu að norpa, og er
sem þarna sé brugðið upp fyrir oss mynd af karlinum, með stutt, uppbrett
nef og kuldalegum í framan, þar sem hann er að bjástra í bátnum sínum.
Líklegt þykir mér, að vísa þessi sé mjög forn. Innskotið, Þórr er vinr
Friggjar, gæti bent til þess, að hún væri úr heiðni, og sé tilgáta mín um,
að hið forna nafn Kirkjufells sé nefnt í henni, rétt, myndi það og styðja
þá skoðun, að hún væri mjög gömul.
Þriðja vísan er hin alkunna vísa um sjóferð Ingjalds.
Út röri einn á báti
Ingjaldr í skinnfeldi,
týndi átján önglum
Ingjaldr í skinnfeldi,
ok fertugu fœri
Ingjaldr f skinnfeldi.
aftr komi aldrei sfðan
Ingjaldr í skinnfeldi,
Sagan eignar Hettu tröllkonu einnig þessa vísu. Hún bjó yfir illu, er
hún vísaði Ingjaldi á Grímsmið, gerði að honum gerningaveður, er hann
var seztur að fiski á miðinu, og kvað vísu þessa á skjáglugga á Ingjalds-