Helgafell - 01.12.1942, Síða 88
362
HELGAFELL
sjálfu, frekar en mynd af því. Því vill það gleymast, að þessi málverk
voru einu sinni álitin hálfgerð ,,klessuverk“ og þau tákna mikla bylt-
ingu í íslenzkri list. — Ásgrímur er ennþá í fullu fjöri, og enn má vel bú-
ast við breytingum í list hans. Sístarfandi og lifandi listamenn finna ætíð
eitthvað nýtt. En hin miklu afrek, er hann á að baki sér, hafa sígilda þýð-
ingu fyrir málaralist þjóðarinnar. Ekki eingöngu sökum fegurðar beztu
mynda hans, heldur og af þeirri ástæðu, að leit hans í heimi listanna hefur
haft örlagarík áhrif á stefnu yngri kynslóða málara, sem lærðu af reynslu
Ásgríms og hreinskilni. ÞaS má ef til vill finna ýmislegt að einstökum
verkum Ásgríms, en allt verða það smámunir einir við hlið þeirrar stað-
reyndar, að í honum býr eðli hins mikla listamanns, sem aldrei lamast af
sjálfsgleði eða vöntun á siðferðislegu þreki til aS halda skoðunum sínum í
listrænum efnum til streitu. Og meðan þeirra eiginleika gætir í íslenzkri
málaralist, er engin ástæða til að bera kvíðboga fyrir framtíS hennar. ÞaS
eru ekki þeir meðal ungu málaranna, er reyna að eftirlíkja verk Ásgríms,
sem eru arftakar hans, heldur miklu fremur hinir, er halda við anda þessa
málara í list komandi tíma.
Þorvaldur SJ^úlason.
jóhannes Kjarval
og skilningstré hans
{ allri list má aðgreina tvo meginþætti: Áhrif samtíðarinnar og sérkenni
listamannsins sjálfs. Er fram líða stundir, verða einkenni tímans æ skýrari
og skýrari, en sérkenni einstaklingsins fölna. Á sínum tíma hefur eflaust
verið nokkur munur á Tizian og Palma Veccio, þótt við þekkjum verk þeirra
varla í sundur.
Þessi tvö öfl geta haldizt í hendur og styrkt hvort annað, en þau geta líka
barizt um listamanninn og reynt að slíta hann í sundur. Rembrandt var
barn síns tíma, þótt hann gengi að lokum feti framar en samtíð hans. Hann
hefði sennilega kunnað prýðilega við sig á 17. öldinni. Aðrir listamenn
eru til, sem eiga ekki heima á neinni öld. Öll list þeirra er barátta milli
hins tíðbundna og hins tíðlausa — hins dauðlega og hins eilífa.
Einn þessara manna er Jóhannes Kjarval.
Sá, sem sér myndir Kjarvals fyrsta sinni, á erfitt með að finna samhengið.
Þær verka a hann eins og verk óskyldra manna. Sumt er impressionismi,