Helgafell - 01.12.1942, Side 95

Helgafell - 01.12.1942, Side 95
TVEIR MEISTARAR 365 Hjá impressionistunum (Monet, Pissarro, Sisley, Seurat o.fl.) má aðgreina tugi þúsunda af smástrikum, og hefur hvert strik sitt sérstaka litbrigði. En sé myndin skoðuð úr fjarlægð, renna litirnir saman í auganu, og verða þeir þá dýpri og hreinni en ef þeim væri blandað saman á léreftinu sjálfu. í landslagsmyndum Kjarvals eru litirnir venjulega mjög fáir, stundum að- eins þrír: rautt, gult og svart. En þeir endurtaka sig óbreyttir í þúsunda- tali í smáum strikum, sem þá hafa enga aðra þýðingu, en að gera myndina órólega. Það er einkum síðustu árin, sem borið hefur á þessu. Eitt af aðaleinkennum impressionismans er hreyfingin — hraðinn. Vagn- ar renna eftir götunni svo hratt, að ekki sést, hvort það eru vagnar eða eitthvað annað, og tré og akrar titra í tíbrárkenndri hitamóðu. Þetta atriði er mjög algengt í myndum Kjarvals. Virðist það jafnvel vera einhver sterk- asti þátturinn í list hans, því að það birtist jöfnum höndum í hinum surreal- istísku verkum hans og hinum impressionistísku — í hugmyndunum og lands- lagsmyndunum. Skapgerð hans sjálfs er ólga, þar sem engin kyrrstaða er til. Myndir hans verða því aldrei daufar og bragðlausar. Hann gerir margt illa, en verður aldrei leiðinlegur. (Ég leyfi mér að taka ,,fimmtíu-krónu- formatið“ undan, en það var á sínum tíma seðlaútgáfa listamannsins, er hann var í fjárþröng). Fjör, lífsþróttur og hraði skína út úr hverju pensil- striki, stundum líka fljótfærni og kæruleysi. En það skiptir engu máli. Þeir, sem gera vel, hafa líka leyfi til að gera illa. Rembrandt og Michelangelo eru heldur ekki dæmdir eftir hinum lökustu verkum sínum, heldur hinum beztu. í landslagsmyndum Kjarvals er heldur engin kyrrstaða. Myndin er öll á fleygiferð, skriður falla ofan hlíðarnar, og hraunin eru enn að renna, ekki sem þungur straumur, heldur sem sífellt grjóthrun. Kjarval er oft mjög laginn á að sýna eðli og stemningu landslags án þess að mála myndir af einstökum stöðum (próspekt), en það hefur ekki verið talið verðugt verkefni fyrir landslagsmálara síðustu 100 árin. Mann langar ekkert til að vita, hvort hraunin hans eru norðan lands eða sunnan, þau eru bara hraun, ,,grjót“, ,,meira grjót“ og ,,enngrjót“. Hann málar ísland, eins og það er, með hrjúfum formum og þungum litum. Gullfoss er ekki ísland og Ásbyrgi ekki heldur. Það eru einstakir staðir — undan- tekningar. ísland Kjarvals er allt öðruvísi: heiðaflákar og mosagróin hraun undir regngráum septemberskýjum. Og kannske ofurlítið af huidufólki ein- hvers staðar. Myndin af flatkökunum sýnir greinilega áreksturinn milli frummanns- ins og nútímamannsins, sem allir kannast við í hinni sérkennilegu fram- komu listamannsins sjálfs. Myndin er nákvæmlega eins og aðrar hraun- myndir Kjarvals, eðlileg, þung og grá. En í þetta sinn hefur hann stillt , .marskottunum sínum“ (mascots) upp við steina og breitt út nokkrar flat-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.