Helgafell - 01.12.1942, Page 100

Helgafell - 01.12.1942, Page 100
370 HELGAFELL Virtingarnir frá Austurlöndum á leið til Betlehem. Málað veggteppi frá Halland. — Bændur prýddu oft híbýli sín um jólin með myndum. sem þessari (Norræna safnið í Stokkhólmi). í þessum siðum koma fram tvennar lífsskoðanir. Heiðnin tengdi helgustu stund jólanna við sólaruppkomuna, en kristnin við miðnæturstundina, því að þá var talið, að frelsarinn hefði fæðzt. Skoðun kristninnar varð með tímanum yfirsterkari, og jólanóttin hlaut nafnið ,,nóttin helga“, á þýzku Die heilige Nacht (Weihnachten) og á ensku Christmas, eftir hinni hátíðlegu ,,kristmessu“, sem þá var haldin. Menn vita lítið um, hvernig krist- messan fór fram, en það er víst, að hún var nokkuð frábrugðin venjulegri guðsþjónustu. Á síðari hluta sextándu aldar barðist lútherska kirkjan gegn henni og taldi hana vera menjar frá ka- þólskunni og varð það til þess, að hún leið undir lok smátt og smátt. Þó eru enn eftir nokkrar menjar hennar í sum- um héröðum í Svíþjóð. Menn koma úr öllum áttum til kirkjunnar, með brenn- andi kyndla í höndum, sem þeir kasta svo á eitt allsherjarbál við kirkjugarðs- dyrnar. Þegar kristmessan hvarf úr sögunni, fyrir lok sextándu aldar, færðist aðal- hátíðamessan yfir á jóladaginn. Allt bendir til þess, að fyrsti jóla- dagur hafi verið skoðaður sem hátíð- isdagur heimilanna. Þegar morgun- guðsþjonustunni lauk, flýttu menn sér heim, og engin samkvæmi eða heim- sóknir áttu sér stað um daginn. Fólkið hélt sig heima til þess að fagna jólun- um og fyrsta degi ársins. Ur Þrændalögum í Noregi er þessi saga frá árinu 1571. Bóndi nokkur, Aasen að nafni, van- rækti ekki aðeins að fara til kirkju á jóladaginn, heldur drakk sig fullan og fór svo til nágrannanna til þess að fá sér meira að drekka. Þetta var mikið helgibrot, enda stóð ekki á refsingunni. Þegar hann reri einn á báti heim til sín úr drykkjugildi á fjórða í jólum, sá hann, að tröll sat við stýrið. Það var höfuðlaust og hafði gat á brjósti, svo að sjá mátti gegnum það. Það neyddi bónda til þess að lenda spöl frá bænum, og um hann safnaðist hópur illra anda, sem hótuðu honum að fara með hann til hins neðsta, nema hann limlesti sjálfan sig. Hann neyddist til þess að höggva af sér aðra höndina og komst við illan leik heim til sín. — Menn hans röktu slóðina daginn eftir og fundu höndina. Þetta skriftaði Aa- sen fyrir presti sínum, áður en hann neytti sakramentisins. ,,Það hlýtur því að vera satt“, segir prestur sá, sem skráð hefur söguna. Milli heimilishátíðarinnar og hinnar almennu hátíðar, sem síðar verður get- ið, var einkennilegur þáttur í jólahátfð- inni: hestahátíðin á annan í jólum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.