Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 104
374
HELGAFELL
kveikt á hæSum og hólum. Hélzt þetta
lengi fram eftir. En ekkert fær staSizt
tímans tönn. Á átjándu öldinni breytt-
ist allt skemmtanalíf í sveitunum. Ekki
sízt fyrir áhrif frá borgunum. Nýir siS-
Dans á miðöldum (Hartmann Schedel).
ir, oft af erlendum rótum runnir, komu
í staS hinna fornu, þjóSlegu. Jólahá-
tíSin fékk smátt og smátt þá mynd, er
vér allir þekkjum og er svipuS í öll-
um löndum, er játa lúterska trú.
JólafriSurinn var eitt hiS mesta og
bezta fyrirbrigSi jólahátíSarinnar. Sú
skoSun var ríkjandi um öll NorSur-
lönd, aS fullkominn friSur ætti aS
haldast frá því þremur nóttum fyrir jól
og þangaS til á þrettánda. Allan þenn-
an tíma máttu engin málaferli eiga sér
staS. Allar réttarþrætur urSu aS bíSa,
þangaS til eftir jólin. Ekki mátti víg
vega á jólunum, og þótti slíkt hiS
mesta helgibrot. NorSmaSur nokkur,
Thorbjörnsen, varS manni aS bana
1569, í einvígi aS haldiS var. Hann
fékk griS, en varS aS greiSa tvenn
manngjöld, af því vígiS var vegiS á
jólum. Menn áttu ekki aS bera vopn
á jólunum. ÞaS var siSur í heiSninni,
aS ekki mátti bera vopn í hofin, eins
og vér þekkjum frá sögunni í Vatns-
dælu um Ingimund gamla.
Kristnin tók upp þessa venju og
fylgdi henni fast fram. Allir, sem
komu vopnaSir til kirkju, urSu aS
leggja frá sér vopnin í sérstakri stofu
viS kirkjudyr. Sums staSar var siSur,
aS konur lögSu frá sér skartgripi sína.
áSur en þær gengju í kirkju. Saman-
ber sögnina um Ólöfu ríku. Þetta tíSk-
aSist aS minnsta kosti í sumum sveit-
um í SvíþjóS á jólunum.
Sextánda öldin var órólegur tími,
og ekki var alltaf auSvelt aS varSveita
friSinn, var því gripiS til þess ráSs í
flestum borgum, aS auka lögregluliSiS
yfir jólin. Var þaS kallaS ,,jólavör5-
ur“, og eru til ýmsar kátlegar sagnir
um þaS, hvemig hann var skipaSur
og hvernig honum var launaS. Þann-
ig var þaS venja í sumum borgum, aS
enginn, sem var kvæntur, trúlofaSur
eSa á annan hátt viS konu kenndur,
gat fengiS stöSu í jólaverSinum, því aS
taliS var víst, aS flest uppþot yrSu út-
af kvenfólki.
Á sumum stöSum í SvíþjóS var þaS
siSur, aS varSmenn fengju svínslæri og
kvartil af jólaöli aS launum.
í Noregi, og reyndar víSar, var þaS
siSur, aS jólavörSurinn mátti ganga inn
í hús borgaranna og þiggja jólamat og
jólaöl, endurgjaldslaus. Þótti heiSur aS
fá slíkar heimsóknir.
Hallgrímur Hallgrímsson.
ASalheimild: Troels-Lund: Dagligt Liv i
Norden i det 16de Aarhundrede.